Friday, October 10, 2008

smá umhugsunarefni

Til umhugsunar á sérstökum tímum.

Heimspeki Charles Schultz

Charles Schultz er höfundur teiknimynda syrpunnar Peanuts. Þú þarft
ekki að svara spurningunum.
Lestu verkefnið og þér mun verða þetta ljóst:

1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á síðasta
ári.

Hvernig gekk þér?

Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru
ekki annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði.En klappið
deyr út.Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og
skírteinin eru grafin með eigendum sínum.

Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær:

1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.

Auðveldara?

Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem
hafa bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin.
Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli.


Hafðu ekki áhyggjur af því, að heimurinn sé að farast í dag. Það er
nú þegar morgun í Ástralíu. (Charles Schultz)

Saturday, October 4, 2008

Erfitt að vera bjartsýnn núna

já það er víst frekar erfitt að vera bjartsýnn á svona tímum, það er ekki einusini hægt að kaupa gjaldeyri lengur í íslenkum bönkum vegna þess að enginn erlendur banki vill snerta við íslensku krónunni....tími kominn á evru anyboy?

Ég heyrði því fleygt áðan að í mörgum erlendum löndum væri ekki lengur hægt að versla með íslensk kort!! ég vona að mamma og pabbi hafi það gott úti á spáni, spurning hvort þau geti notað kortin sín þar, spurning hvort þau hafi geð á því svona í ljósi þess að evran er 156 krónur

ætli við sjáum ekki fljótlega fram á hópferðir spánverja til Íslands til að kaupa ódýrann bjór?

Í gær fór Dóri í bankann og tók 650 þúsund krónur sem við höfðum safnað upp í lóðarkaup og setti í höfuðstólinn á íbúðarláninu okkar, það er víst ekki séns að við séum að fara að byggja núna þar sem allt efni hefur hækkað um rúmlega 50% frá því við fórum fyrst að ræða húsbyggingu.

en maður verður víst að reyna að vera jákvæður, jólin á næsta leiti og svona...það er allavega farið að snjóa!!!

Wednesday, August 27, 2008

"Búið"

þetta sagði sonur minn í krirkjunni þegar Bergþór Pálsson var búinn að syngja sálminn "á brúðkaupsdegi (amazing grace)", það var ekki búið þá en núna er þetta búið og afstaðið, við orðin hjón, hveitibrauðsdagarnir liðnir og lífið og tilveran tekur við með okkur sem hjónum og allt er yndislegt.

Dagurinn var algerlega frábær í allastaði og vil ég þakka öllum okkar vinum sem komu og gerðu daginn okkar að því sem hann var og fyrir að gleðjast með okkur. Ég vil líka þakka vinum mömmu og pabba fyrir að aðstoða okkur svona mikið við salinn og matinn svo ekki sé talað um þrif eftir veisluna og mömmu og pabba fyrir að hafa gert þetta að veruleika, hefði ekki orðið svona yndislegt án ykkar (orðið að óskars ræðu ;) )

ætla ekki að fara út í meiri lýsingar á deginum, þið voruð flest öll þarna og yndislegt og skemmtilegt lýsir honum sem allra best.

svo var haldið til Króatíu í brúðkaupsferð, þar var mikið sofið (hátt í 11 tíma á sólahring) enda þurfti heldur betur að hlaða batterýin, einnig var farið í ferð til Feneyja þar sem við gistum eina nótt á alveg mögnuðu hóteli, kostaði 50 euro nóttin fyrir okkur saman og það fylgdi eðla með herberginu sem var undir súð og allt fyllt af ryki og köngulóavefum, en bara allt í góðu fyrir eina nótt. í Feneyjum fórum við á gondóla í tungsljósinu þar sem ræðarinn söng fyrir okkur alveg eftir kúnstarinnar reglum.

Eftir feneyjaferðina slöppuðum við aðeins af í sólinni og mér tókst að brenna aðeins, hittum svo íslensk hjón sem voru á leiðinni heim daginn eftir en þau lánðu okkur gps tækið sitt svo við gætum rúntað til Slóveníu og kíkt í hella og þaðan til Ljubliana í H&M. Hellirinn sem við skoðuðum var alveg geggjaður, 20km langur dropasteinshellir þar sem stæðsti salurinn var 3000fm og alger upplifun að fara að skoða hann.

Svo var ekki minna gaman að koma heim og hitta litla gaurinn sem var búinn að vera svo góður í pössunn hjá ömmum sínum og öfum og var hann þvílíkt kátur að hitta mömmu og pabba aftur.

annars vil ég bara þakka öllum aftur fyrir að gera daginn okkar alveg ógleymanlegann

kv frú Sigríður ;)

Wednesday, July 23, 2008

Smá tilkynning

svona fyrir þá sem koma í braukaupið okkar þann 9. ágúst þá er fínt svæði við hliðina á salnum þar sem við verðum þar sem hægt verður að tjalda

þetta er aðeins fyrir utan Borgarnes, innan við 5 mín akstur en samt útúr bænum þannig að það verður kyrrð og ró og sveitasæla þarna.

væri örugglega góð hugmynd fyrir þau sem vilja tjalda að mæta bara fyrr á laugardeginum, finna salinn (félagsheimilið) og smella upp tjaldi áður en athöfnin byrjar (sem er kl 17) þetta er nottlega alveg prima fyrir þau sem vilja fá sér í glas og ekki þurfa að redda driver heim, bara að vippa sér útfyrir félagsheimilið þegar þreitan sækir að og skríða inn í tjald :D

vona að þetta mælist vel fyrir, held að þetta gæti verið mjög gaman

Monday, July 21, 2008

Gæsablogg

jæja, það er búið að skora á mig að blogga um gæsunina og þar sem það er lítið að gera núna í vinnunni ætla ég að verða við þeirri áskorun.

Laugardaginn 12 júlí fékk ég að sofa óvenju lengi um morguninn, Dóri var alveg einstaklega góður við mig og fékk ég að lúlla alveg til 9:30 og örugglega lengur ef ég hefði ekki verið vöknuð sjálf.

um 10:30 ákvað hann að fara með hundinn og strákinn á Geirsnef og sagði mér að slappa af heima, stuttu eftir það ruddust allar vinkonur minar inn heima mér til mikillar gleði þar sem ég bjóst ekki við þeim.

ég fékk þennan líka flotta morgunmat og var svo tilkynnt um þemað í gæsuninni sem átti að vera Grease (af augljósum söngleikja ástæðum) og var ég auðvitað alveg viss um að ég ætti að vera Sandy, sæt og fín með ljósa lokka....en nei, ég var klædd í svartann leddara, teiknaðir á mig bartar og svartar augnabrúnir og hárið á mér spreyjað svart...ég var Danny...

svo var ég drifin út í bíl, þar fékk ég klút fyrir augun og við tók heillöng bílferð sem endaði svo í Adrenalíngarðinum, og þar var sko ekkert smá stuð, slagveðurs rigning og rok og ég prílaði upp allann klyfurveginn, upp á topp á staurnum og snéri mér það við áður en ég stökk niður og rólaði mér í risarólunni, ekkert smá gaman.

Eftir það tók við kensla í magadansi í magadanshúsinu (lærði líka lap-dance) og var mér tjáð af kennaranum að ég væri karlmannlegasta gæsin sem komið hefði til hennar :Ð

Eftir magadansinn fór ég út og var gert að klæða mig í þennann líka flotta leðurgalla og hjálm og skrölti mér upp í hliðarvagn á ótrúlega flottu mótorhjóli sem beið mín fyrir utan, var rúntað á því smá hringur sem endaði í smáralindinni og þar fékk ég að syngja frumsamið lag, reyna við stelpu, kaupa bjór og rúnta um í Greased lightning (krakkabíll sem gengur fyrir 100kr) áður en ég fékk að fara út.

þegar það var búið var komist í langþráða sturtu í sundi og spreyið skolað úr hárinu og bartarnir og skeggið ásamt augabrúnunum þvegið af, og svo var mallað aðeins í pottinum áður en haldið var heim til Lísu þar sem stelpurnar dúlluðust við mig eins og frekast var unnt. Svanhvít sléttaði á mér hárið á meðan Erna málaði mig og bjó til Muy Tahi handa mér (best í heimi) og svo grilluðu þær kjúlla með geggjuðu meðlæti og þessari líka flottu typpaköku í eftirrét!!

svo fékk ég gjafir frá öllum og var gert að draga þær upp úr poka og geta hvað kom frá hverjum og hversvegna, gjöfin átti að tengjast fyrstu minningu viðkomandi af kynnum við mig og var ekkert smá gaman að sjá hvað stelpurnar komu með og hversvegna.

svo voru fleyri gjafir, en það voru þarfaþing hvers hjónabands, eins og teningar sem hægt er að kasta til að komast að því í hvaða herbergi og í hvernig stellingu maður á að skemta sér, sápa í baðið, vibrador og svo teygja til að setja utanum vininn þegar hann verður gamall og slappur og á erfitt með að standa að sjálfstáðum :P

Þetta var bara fullkominn dagur í alla staði og þakka ég öllum vinkonum mínum sem gerðu þennan dag að möguleika alveg æðislega vel fyrir, sérstakar þakkir til Elínar í dk sem ég veit að vildi ekkert frekar en að vera með

elska ykkur allar

Thursday, July 10, 2008

Litli sjarmörinn vann sér inn stig

Já hann Huginn Aðils ætlar sér að verða þessi líka sjarmör.

í gær var hann að leika sér, fann Bratz bíl sem Aníta á og barbí dúkku og keyrði um allt með hana í bílnum með tilheyrandi hljóðum, stöðvaði svo hjá mér, benti á dúkkuna og sagði "gúkka"
já sagði ég, þetta er barbí dúkka, "babi gúkka" heyrðist í stutta, svo leit hann á dúkkuna í bílnum, og svo á mig og aftur á dúkkuna benti svo á hana og sagði "mamma"

þetta hitti auðvitað alveg í mark hjá mömmunni en ég sagði samt við hann, nei ástin mín, þetta er barbí dúkka, hann skoðaði okkur báðar vel og vandlega aftur benti svo aftur á dúkkuna og sagði, "mamma barbí"

svo fékk hann knús, því það greinilegt í hans huga að mamma hans er sko þrusuflott, og á samnefnara í henni barbí.

litlir strákar eru alger krútt

Thursday, June 12, 2008

Leikskóla strákurinn minn

Þá er herra Huginn búinn að vera í heilar þrjár vikur á leikskóla!!!
aðlögunin gekk bara ágætlega, maður þurfti svoldið mikið að passa mömmu sína og var mikið grátið þegar hún fór frá.

í annari vikunni var líka grátið og ríghaldið í hálsinn á mömmu þegar hún ætlaði að fara og sama sagan var líka fyrstu tvo dagana í þriðjuvikunni, hann var samt alltaf rosa fljótur að jafna sig og kátur og glaður í leikskólanum yfir daginn. svo gerðist það í gær að hann byrjaði aðeins að væla en þá sagði ég "segðu bæbæ við mömmu" og gaurinn vinkaði sagði bæ og fór að leika!!!

í morgunn þá hljóp hann inn á deild, vinkaði mér afturábak ánþess að líta á mig "bæbæbæmammbæ" og beinustuleið í fangið á fóstrunni og bað hana að taka sig upp.

þó það sé mikið betra að fara frá honum svona kátum heldur en að það þurfi að rífa hann grátandi af mér, þá er samt svona smá "á hann ekkert eftir að sakna mín?" og "er honum bara alveg sama núna þó ég fari?" Svona getur maður verið skrítinn

Wednesday, June 4, 2008

Söknuður

var núna áðan að skoða gamlar myndir inn á síðunni hans Hugins og sá þar auðvitað myndir bæði af Roland og Figo og allt í einu spratt upp þessi svakalegi söknuður. Ég veit að margir hafa misst meira og sumum finst dýr ekki það merikileg að maður ætti að sakna þeirra löngu eftir fráfall, en ég get bara ekki að því gert. Finst ég hafa misst bestu eintök af hundi og kisu sem hægt var að eignast.

langar til að setja inn hérna ljóð sem kemur alltaf upp í hugann þegar ég hugsa til þeirra

By the edge of a woods, at the foot of a hill,
Is a lush, green meadow where time stands still.
Where the friends of man and woman do run,
When their time on earth is over and done.

For here, between this world and the next,
Is a place where each beloved creature finds rest.
On this golden land, they wait and they play,
Till the Rainbow Bridge they cross over one day.

No more do they suffer, in pain or in sadness,
For here they are whole, their lives filled with gladness.
Their limbs are restored, their health renewed,
Their bodies have healed, with strength imbued.

They romp through the grass, without even a care,
Until one day they start, and sniff at the air.
All ears prick forward, eyes dart front and back,
Then all of a sudden, one breaks from the pack.

For just at that instant, their eyes have met;
Together again, both person and pet.
So they run to each other, these friends from long past,
The time of their parting is over at last.

The sadness they felt while they were apart,
Has turned into joy once more in each heart.
They embrace with a love that will last forever,
And then, side-by-side, they cross over together

Elsku Roland og Figo, ég hugsa til ykka

Friday, May 30, 2008

Fékk þetta sent frá Gullu vinkonu og vildi deila með ykkur, þetta er svo satt

Before I was a Mom,
I never tripped over toys
or forgot words to a lullaby.
I didn't worry whether or not
my plants were poisonous.
I never thought about immunizations.

Before I was a Mom,
I had never been puked on.
Pooped on.
Chewed on.
Peed on.
I had complete control of my mind
and my thoughts.
I slept all night.

Before I was a Mom,
I never held down a screaming child
so doctors could do tests.
Or give shots.
I never looked into teary eyes and cried.
I never got gloriously happy over a simple grin.
I never sat up late hours at night
watching a baby sleep.

Before I was a Mom,
I never held a sleeping baby just because
I didn't want to put her down.
I never felt my heart break into a million pieces
when I couldn't stop the hurt.
I never knew that something so small
could affect my life so much.
I never knew that I could love someone so much.
I never knew I would love being a Mom.

Before I was a Mom,
I didn't know the feeling of
having my heart outside my body.
I didn't know how special it could feel
to feed a hungry baby.
I didn't know that bond
between a mother and her child.
I didn't know that something so small
could make me feel so important and happy.

Before I was a Mom,
I had never gotten up in the middle of the night
every 10 minutes to make sure all was okay.
I had never known the warmth,
the joy,
the love,
the heartache,
the wonderment
or the satisfaction of being a Mom.
I didn't know I was capable of feeling so much,
before I was a Mom.

Send this to someone who you think is a special Mom.

Friday, May 23, 2008

Þið ættuð öll að lesa þetta

Ég er nú ekki vön að henda mér í einhvern áróður en þið sem þekkið mig vita að Dalsminni er staður sem ég hef alltaf verið mikið á móti.

Ég er viss um að allir hafa heyrt hryllings sögur af þessum stað og örugglega margir sem velta því fyrir sér hversvegna þessari búllu er ekki lokað. Nú er komin fram ung kona sem lenti heldur betur illa í þessu framleiðslu búi og æltar hún að gera allt sem í hennar valdi stendur til að loka þessum subbu stað, kíkið endilega á heimasíðuna hennar og sjáið hvað hún og hennar fjölskylda gengu í gegnu, og treystið mér, þessi frásögn er ekkert einsdæmi

http://www.hundagalleri.is

Er þetta það sem maður vill á íslandi í dag?

Thursday, May 22, 2008

fræðslan hefur greinilega ekki alveg gengið

við fengum reyndar að sofa alveg til 6:10 í gær en svo í morgunn var farið stundvíslega á fætur kl 5:30 ég verð að viðurkenna að þetta er orðið pínu þreytandi

héldum gaurnum vakandi í gær til kl 20 en þá var það bara ekki hægt lengur, hann varð að fara að lúlla...vaknaði svo kl 2 í nótt og var lagður aftur og svo á fætur kl 5:30 eins og ég sagði áðann.

Er að spá í að kíkja með hann til eyrna sérfræðings og ef hann finnur ekkert og þetta fer ekki að lagast þá þarf maður bara að kíkja í svefn ráðgjöf því þetta verður svolítið lýjandi til lengdar

kv þreytta mamman

Tuesday, May 20, 2008

vill einhver fræða son minn um það...

..að það er ekki kominn dagur kl 5:30 á morgnanna!!!

úffamía hvað ég er sybbin, grey púkinn var veikur á föstudag og laugardag og greinilega eithvað eftir sig á sunnudaginn því á tímabili var ég orðin viss um að ég yrði að ná í prest og láta særa úr honum illa anda lætin og frekjan voru slík og þvílík.

Svo um kvöldmatarleitið róaðist maður niður og hann var farinn að sofa kl 8 og vaknaður stundvíslega kl 6:10 sem mér fanst allt of snemmt, í morgun hinsvegar hefði ég gefið mikið fyrir að fá að sofa alveg til 6:10 þar sem litla ljósið mitt ákvað að fara á fætur kl 5:30 og það var bara ekki séns að fá hann til að leggja sig aftur

það var kátur gaur sem hljóp um allt í morgunn og dansaði við Söngvaborg, en þreyttir foreldrar sem stauluðust um og reyndu að starta deginum...stundum sökkar að drekka ekki kaffi!!!

Wednesday, April 30, 2008

frábær byrjun á degi

...eða þannig, haldiði ekki að hann sonur minn hafi byrjað daginn á því að smella gemsanum mínum ofaní klósettið (ekki spyrja mig hvernig hann náði í hann, stundum er hann lítill Hudini) ég heyrði bara "plops....Æ Æ" og fékk svo að sækja símann ofaní klóið, tæta hann í sundur, smella á ofninn og vona heitt og innilega að hann vakni upp frá dauðum.

og síminn er ekki það eina sem er að gefa sig þessa dagana, tölvan mín þjáist af alvarlegum elliglöpum, enda orðin 5 ára og fartölva...hún skrifar bara bbbbbbb (eg tók b takkan af og enn skrifar hún bara b) hún copy pastear öll iconin á desctopnum þannig að það eru skrilljón icon á á desctopnum, og ef maður velur 1 þá svertast 20, basicly it's just that much paperweight.

og svo hætti búbbið á bílfjarstýringunni minni að virka...get hvorki opnað hann né læst með búbbinu og þarf að mæta með bílinn og báða lyklana í Heklu þar sem tekur megnið af föstudegi að endurkóða lyklana svo hægt sé að nota þá, úffamía það er ekki alveg rafrænn tími hjá mér þessa dagana, fegin að ég er ekki með gangráð!!

Thursday, April 24, 2008

Fyrst maður er á annað borð byrjaður að blogga

þá verð ég að segja ykkur hvað gerðist í dag...

já við fórum í dag á Geirsnef með hann Loka, honum finst svo gaman að hitta aðra voffa og leika sér. Það voru engir hundar þarna þegar við mættum þannig að við fórum að leika í vatninu og hann hljóp um, þegar við vorum á leið til baka í bílinn sjáum við að það er kominn annar hundur, íslenskur blendingur, Loki hleypur í áttina að honum og við föttum aðeins of seint að hann hefur hitt þennan hund áður á Geirsnefi og hann er mjög agressívur.

Um leið og Loki kemur að honum ræðst hundurinn á hann, Loki greyið gerir allt rétt, leggst á bakið og lúffar, en hundurinn bara æðir í hann og bítur og bítur, eigandinn gerir ekki neitt (stendur þarna við hliðiná) svo Dóri hleypur til þeirra og rekur hinn hundinn í burtu. Skiljanlega verður hann reiður og segir frekar hastalega við manninn að það sé nú ekki mjög sniðugt að koma með svona agressívan hund á hundasvæði (höfðum akkúrat hitt hann áður og þá réðst hann á alla nálæga hunda).

Gaurinn verður alveg brjál "hvert á ég þá að fara með hann, geturu sagt mér það" við sögðum að við höfðum nú ekki hugmynd um það, bara eithvert útfyrir bæinn, en innan um aðra hunda gæti hann ekki verið. Þá sagði maðurinn "ég þakka gott ráð en get sko sagt þér það að ég ætla ekki að fara eftir því"

þeir halda eithváð áfram að rífast og þá fyrst sagði ég eithvað "þetta er allt í lagi, það verður bara hans hundur sem verður lógað þegar hann bítur annan illa" þá leit maðurinn á mig og sagði "mér er sko alveg sama um bílinn minn og get sko bombað honum í ykkar"!!!!

Svona er fólk nú þroskað á íslandi í dag. við áttum sko ekki orð, sumir eru bara alveg snar

Wednesday, April 23, 2008

Ekki búin að nenna að blogga

Já bloggarinn í mér hefur bara legið í leti upp á síðkastið, hef einhvernvegin ekki nent að rita neitt niður.

Ekki það að það sé ekki neitt að frétta, Huginn kominn úr gifsinu, farinn að labba, varð veikur (fékk Parvó!!!) og hætti að labba....jafnaði sig og er nú farinn að hlaupa.

Alltaf eykst orðaforðinn hjá guttanum, núna kann maður að segja: mamma, pabba, dala (daðla), búba (súpa), nei, nammi (lærði það um seinustu helgi og fékk toblerone í verðlaun), gúkka (dúkka), ava (afi) og svo eru nokkur nöfn komin, Esa (Elsa dagmamma) kisto (kritsófer) og svo reynir hann að segja bæði Kamilla og Kári (allt börn með honum hjá dagmömmu, eithvað K þema í gangi greinilega). Síðan er það auðvitað hið ofur vinsæla meh meh, sem staðið hefur fyrir sínu síðan hann var 6 mánaða, maður hættir ekkert að nota það sem virkar.

Annað er það að frétta að ég fann brúðarkjólinn minn um seinustu helgi, leygi hann í Tveim Hjörtum, mæli með þeirri búð, rosa góð þjónusta og fullt fullt af flottum kjólum.

annars segi ég bara gleðilegt sumar, veit ekkert hvenar ég nenni að blogga aftur.

Thursday, February 21, 2008

komin á fullt fart

já stráksi var sko ekki lengi slappur í gifsinu sínu, núna 10 dögum eftir aðgerðina er hann komin á fulla ferð, skríður útum allt, gengur meðfram borðum og stólum og prílar upp í sófa!!!

það vantar sko ekki dugnaðinn í hann ofur-Huginn minn ;) (stollt mamma hér á ferð)

Annað er það að frétta að við erum búin áð fá söngvara í brúðkaupið okkar og mun hann Bergþór Pálsson syngja fyrir okkur, hann er svo innilegur og frábær þannig að mér lýst rosa vel á það.

Hún Erna Hlín var að velta því fyrir sér hvort við ætluðum að skrá gjafir einhverstaðar, ég held að það sé bara enginn einn staður sem mig langar til að skrá gjafir á, held ég geri frekar link hérna á blogginu um hvað okkur langar í í gjöf og láti mömmu fá lista líka, þá er bara hægt að bjalla í hana til að láta vita að eh hafi verið keypt eða tékka hvað sé eftir...þetta er svona það helsta sem mér dettur í hug.

En best að halda áfram að vinna, skýrslurnar tolla sig víst ekki sjálfar

chiao

Wednesday, February 6, 2008

og enn heldur undirbúningurinn áfram

ég hefði átt að reyna meira að fá hann Pál Óskar til að syngja í athöfninni....ég sendi Monicu mail, ég reyndi að hringja í Monicu, ég sendi honum mail, þá kom í ljós að þetta var úrellt póstfang...ég fann myspace síðuna hans, varð að skrá mig inn á myspace til að geta sent honum skilaboð og þegar ég var búin að því og búin að skrifa skilaboðin þá kemur upp að hann verði að vera "vinur" minn til að ég megi senda honum boð

vááá ég veit ekki um manneskju sem erfiðara er að ná á, ég leitaði ráða hjá Barnalandi og var þar bent á concert.is þar sem ég spurðist fyrir en fékk engin svör, loksins miskunaði einn barnalandsbúi sig yfir mig og sendi mér nr hans Palla í einkaskilaboðum....

ég hringdi og fékk loksins samband við gæjann, bara til að fatta það að 9. ágúst er gay pride....ekki sénsinn að mesti homminn á svæðinu sé að fara að syngja í brúðkaupi í Borgarnesi á þjóðhátíðardaginn sinn, úffamía

Monday, February 4, 2008

og þá er strákurinn orðinn veikur

já ég veit hann er búinn að vera með kvef og þannig vesen núna síðan 18 jan...en um helgina fékk hann hita og kvefið er að versna til muna :( þannig að við fórum og hittum lækni og hann er kominn á pensilín kúr.....sé ekki alveg fyrir mér að hann fari í aðgerðina sína 11. feb. Hvernig getur eitt kvef verið svona hrikalega þrjóskt? í alvöru.

Annað er það að frétta að ég og Elín Heiða erum á leiðinni upp í ölver um næstu helgi ( það er rétt hjá Borgarnesi, staðsett undir Hafnarfjalli) ég kalla þetta orlof húsmæðra, aðeins að losna úr kvefinu og horinu og öllu sem því fylgir og stinga af í skála með uþb 30 öðrum kellinglum þar wsme við ætlum að skrappa frá okkur allt vit, ásamt því að kíkja í heita pottinn og sjálfsat að ylja aðeins á okkur tærnar, if you know what I mean.

Svo fékk ég loksins úr ritgerðinni minni núna um daginn...fékk 7, hefði nú alveg vilja fá hærra, en þetta er nú ekkert svo slæmt, þannig að ég útskrifast sem sagt með 7,67 í meðaleinkunn....sem er ágætis mál og á ég að fljúga inn í masters nám ef mér skildi einhvertíman detta sú vitleysa í hug ;)

og svo seinasta mál á dagskrá, við erum komin með dagsetningu, 9. ágúst 2008, við erum komin með kirkju, Borgarneskirkja, við erum komin með prest, Högni Valsson (bróðir pabba) og við erum komin með sal, Valfell

allt að gerast :)

Wednesday, January 30, 2008

orðin 26

uss hvað maður er að verða gamall!!!

allavega þá var þetta bara svona næs afmælisdagur, fór í vinnuna og þegar hún var búin sótti ég púkann til dagmömmu, fór heim og shænaði mig pínu til og svo fór smáfjölskildan á eldsmiðjuna og ætlaði að hafa þar kósí kvöldstund

kósíheitin fóru nú fyrir lítið þegar einkasonurinn ákvað að eldsmiðjan væri ekki skemmtilegur staður, og eftir 30 mín af stanslausu gargi pökkuðum við pizzunni niður og fórum heim!!!

þegar heim var komið var minn bara kominn í eh garg gír og hætti ekki að gráta fyrr en eftir c.a. 40 mín í viðbót...þá sat hann rauðeygður og með ekka í fanginu á mömmu sinni og borðaði brauð með osti, litli dekur drengurinn.

eftir að físibelgurinn var kominn í draumalandið, gallaði ég mig upp og fór í labbitúr með Loka út á klambratúni, kom svo heim og var alveg dauð þreytt eftir daginn og var farin að sofa um 10 leitið.

Vaknaði svo drulluveik núna í morgunn...með hita og gubbupest og vesen, ekki mikil gleði það.

Thursday, January 24, 2008

"I'm getting married in the morning"

ja kanski ekki alveg í fyrramálið...en í sumar :)

já haldiði ekki bara að maður sé orðinn lofaður og ekki nóg með það heldur er sko búið að ákveða henær við giftum okkur og allt :D

Ég er orðin þvílíkt spennt og hugsanir um veislur, kjóla, kökur, ljósmyndara, skreitingar og boðskort hringsnúast í höfðinu á manni. Þó stóri dagurinn sé "ekki fyrr" en í ágúst, þá er það samt skuggalega stuttur tími fyrir allan þennan undibúning og eins gott að koma sér í almennilegt form...gengur sko ekki að vera búttaður í brúðkaupinu sínu...no surry

kv soon to be frú Sigríður ;)

Thursday, January 17, 2008

einn góður

Á eyðieyju einni fjarri allri mannabyggð (auðvitað) strandaði skip en á skipinu var fólk samankomið af ólíkum þjóðernum. En það var ekki fyrr en mánuði síðar sem fólkið fannst og hafði þá ýmislegt á daga þeirra drifið...

Strandaglóparnir voru:
2 ítalskir menn og ein ítölsk kona
2 franskir menn og ein frönsk kona
2 þýskir menn og ein þýsk kona
2 grískir menn og ein grísk kona
2 breskir menn og ein bresk kona
2 búlgarskir menn og ein búlgörsk kona
2 japanskir menn og ein japönsk kona
2 kínverskir menn og ein kínversk kona
2 bandarískir menn og ein bandarísk kona
2 írskir menn og ein írsk kona
2 íslenskir karlmenn og 1 íslensk kona

Mánuði síðar á þessari sömu eyju höfðu eftirfarandi atburðir átt sér stað:

Annar Ítalinn drap hinn vegna ítölsku konunnar

Frönsku mennirnir og franska konan lifa í sátt og samlyndi

Þjóðverjarnir hafa komið sér upp mjög stífu vikulegu fyrirkomulagi um að heimsækja þýsku konuna

Grikkirnir sofa hjá hverjum öðrum á meðan gríska konan þrífur og eldar handa þeim

Bretarnir bíða enn eftir að einhver kynni þá fyrir ensku konunni

Búlgararnir horðu lengi á sjóndeildarhringinn og svo á búlgörsku konuna og stungu sér síðan til sunds

Japanirnir sendu símbréf til Tokýó og bíða enn leiðbeininga

Kínverjarnir hafa komið upp apóteki, vínbúð, veitingastað og þvottahúsi og kínverska konan er barnshafandi af völdum "þeirra" því starfsmenn vantar

Bandaríkjamennirnir eru á barmi taugaáfalls því bandaríska konan kvartar í sífellu yfir líkamsvextinum sínum; yfir eðli konunnar; hvernig hún er fær um að gera hvaðeina sem þeir geta; nauðsyn þess að lifa fullnægjandi lífi; jafnri skiptingu á heimilisverkum; hvernig sandurinn og pálmatréin valda því að hún virðist feitari; hvernig síðasti kærastinn virti skoðanir hennar og kom betur fram við hana en þeir tveir; hve samband hennar við móður sína verður betra með degi hverjum og að lokum hve skattarnir eru lágir og að það skuli aldrei rigna

Írarnir tveir hafa skipt eyjunni í norður og suður og sett upp landamæri. Þeir minnast ekki hvort til kynlífs hafi komið því það er allt í móðu eftir fyrstu lítrana af kókosviskíinu. En þeir eru sáttir því Bretarnir eru ekki að njóta sín.

Íslendingarnir eru orðnir stórskuldugir við verslanir og veitingahús Kínverjanna og brugghús Íranna. Íslenska konan er búin að sofa hjá ítölsku, frönsku og amerísku karlmönnunum á meðan íslensku karlmennirnir eru búnir að reikna út að þeir væru fallegastir, sterkastir, gáfaðastir og fjölmennastir miðað við höfðatölu

bara findið :)