Wednesday, August 27, 2008

"Búið"

þetta sagði sonur minn í krirkjunni þegar Bergþór Pálsson var búinn að syngja sálminn "á brúðkaupsdegi (amazing grace)", það var ekki búið þá en núna er þetta búið og afstaðið, við orðin hjón, hveitibrauðsdagarnir liðnir og lífið og tilveran tekur við með okkur sem hjónum og allt er yndislegt.

Dagurinn var algerlega frábær í allastaði og vil ég þakka öllum okkar vinum sem komu og gerðu daginn okkar að því sem hann var og fyrir að gleðjast með okkur. Ég vil líka þakka vinum mömmu og pabba fyrir að aðstoða okkur svona mikið við salinn og matinn svo ekki sé talað um þrif eftir veisluna og mömmu og pabba fyrir að hafa gert þetta að veruleika, hefði ekki orðið svona yndislegt án ykkar (orðið að óskars ræðu ;) )

ætla ekki að fara út í meiri lýsingar á deginum, þið voruð flest öll þarna og yndislegt og skemmtilegt lýsir honum sem allra best.

svo var haldið til Króatíu í brúðkaupsferð, þar var mikið sofið (hátt í 11 tíma á sólahring) enda þurfti heldur betur að hlaða batterýin, einnig var farið í ferð til Feneyja þar sem við gistum eina nótt á alveg mögnuðu hóteli, kostaði 50 euro nóttin fyrir okkur saman og það fylgdi eðla með herberginu sem var undir súð og allt fyllt af ryki og köngulóavefum, en bara allt í góðu fyrir eina nótt. í Feneyjum fórum við á gondóla í tungsljósinu þar sem ræðarinn söng fyrir okkur alveg eftir kúnstarinnar reglum.

Eftir feneyjaferðina slöppuðum við aðeins af í sólinni og mér tókst að brenna aðeins, hittum svo íslensk hjón sem voru á leiðinni heim daginn eftir en þau lánðu okkur gps tækið sitt svo við gætum rúntað til Slóveníu og kíkt í hella og þaðan til Ljubliana í H&M. Hellirinn sem við skoðuðum var alveg geggjaður, 20km langur dropasteinshellir þar sem stæðsti salurinn var 3000fm og alger upplifun að fara að skoða hann.

Svo var ekki minna gaman að koma heim og hitta litla gaurinn sem var búinn að vera svo góður í pössunn hjá ömmum sínum og öfum og var hann þvílíkt kátur að hitta mömmu og pabba aftur.

annars vil ég bara þakka öllum aftur fyrir að gera daginn okkar alveg ógleymanlegann

kv frú Sigríður ;)