þá verð ég að segja ykkur hvað gerðist í dag...
já við fórum í dag á Geirsnef með hann Loka, honum finst svo gaman að hitta aðra voffa og leika sér. Það voru engir hundar þarna þegar við mættum þannig að við fórum að leika í vatninu og hann hljóp um, þegar við vorum á leið til baka í bílinn sjáum við að það er kominn annar hundur, íslenskur blendingur, Loki hleypur í áttina að honum og við föttum aðeins of seint að hann hefur hitt þennan hund áður á Geirsnefi og hann er mjög agressívur.
Um leið og Loki kemur að honum ræðst hundurinn á hann, Loki greyið gerir allt rétt, leggst á bakið og lúffar, en hundurinn bara æðir í hann og bítur og bítur, eigandinn gerir ekki neitt (stendur þarna við hliðiná) svo Dóri hleypur til þeirra og rekur hinn hundinn í burtu. Skiljanlega verður hann reiður og segir frekar hastalega við manninn að það sé nú ekki mjög sniðugt að koma með svona agressívan hund á hundasvæði (höfðum akkúrat hitt hann áður og þá réðst hann á alla nálæga hunda).
Gaurinn verður alveg brjál "hvert á ég þá að fara með hann, geturu sagt mér það" við sögðum að við höfðum nú ekki hugmynd um það, bara eithvert útfyrir bæinn, en innan um aðra hunda gæti hann ekki verið. Þá sagði maðurinn "ég þakka gott ráð en get sko sagt þér það að ég ætla ekki að fara eftir því"
þeir halda eithváð áfram að rífast og þá fyrst sagði ég eithvað "þetta er allt í lagi, það verður bara hans hundur sem verður lógað þegar hann bítur annan illa" þá leit maðurinn á mig og sagði "mér er sko alveg sama um bílinn minn og get sko bombað honum í ykkar"!!!!
Svona er fólk nú þroskað á íslandi í dag. við áttum sko ekki orð, sumir eru bara alveg snar
Thursday, April 24, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
já það er nú bara eitthvað að svona liði, honum væri nær að keyra bara á sjálfann sig!!
geðveikur.is þessi er illa haldinn að hugsýki atarna
Post a Comment