Thursday, February 21, 2008

komin á fullt fart

já stráksi var sko ekki lengi slappur í gifsinu sínu, núna 10 dögum eftir aðgerðina er hann komin á fulla ferð, skríður útum allt, gengur meðfram borðum og stólum og prílar upp í sófa!!!

það vantar sko ekki dugnaðinn í hann ofur-Huginn minn ;) (stollt mamma hér á ferð)

Annað er það að frétta að við erum búin áð fá söngvara í brúðkaupið okkar og mun hann Bergþór Pálsson syngja fyrir okkur, hann er svo innilegur og frábær þannig að mér lýst rosa vel á það.

Hún Erna Hlín var að velta því fyrir sér hvort við ætluðum að skrá gjafir einhverstaðar, ég held að það sé bara enginn einn staður sem mig langar til að skrá gjafir á, held ég geri frekar link hérna á blogginu um hvað okkur langar í í gjöf og láti mömmu fá lista líka, þá er bara hægt að bjalla í hana til að láta vita að eh hafi verið keypt eða tékka hvað sé eftir...þetta er svona það helsta sem mér dettur í hug.

En best að halda áfram að vinna, skýrslurnar tolla sig víst ekki sjálfar

chiao

Wednesday, February 6, 2008

og enn heldur undirbúningurinn áfram

ég hefði átt að reyna meira að fá hann Pál Óskar til að syngja í athöfninni....ég sendi Monicu mail, ég reyndi að hringja í Monicu, ég sendi honum mail, þá kom í ljós að þetta var úrellt póstfang...ég fann myspace síðuna hans, varð að skrá mig inn á myspace til að geta sent honum skilaboð og þegar ég var búin að því og búin að skrifa skilaboðin þá kemur upp að hann verði að vera "vinur" minn til að ég megi senda honum boð

vááá ég veit ekki um manneskju sem erfiðara er að ná á, ég leitaði ráða hjá Barnalandi og var þar bent á concert.is þar sem ég spurðist fyrir en fékk engin svör, loksins miskunaði einn barnalandsbúi sig yfir mig og sendi mér nr hans Palla í einkaskilaboðum....

ég hringdi og fékk loksins samband við gæjann, bara til að fatta það að 9. ágúst er gay pride....ekki sénsinn að mesti homminn á svæðinu sé að fara að syngja í brúðkaupi í Borgarnesi á þjóðhátíðardaginn sinn, úffamía

Monday, February 4, 2008

og þá er strákurinn orðinn veikur

já ég veit hann er búinn að vera með kvef og þannig vesen núna síðan 18 jan...en um helgina fékk hann hita og kvefið er að versna til muna :( þannig að við fórum og hittum lækni og hann er kominn á pensilín kúr.....sé ekki alveg fyrir mér að hann fari í aðgerðina sína 11. feb. Hvernig getur eitt kvef verið svona hrikalega þrjóskt? í alvöru.

Annað er það að frétta að ég og Elín Heiða erum á leiðinni upp í ölver um næstu helgi ( það er rétt hjá Borgarnesi, staðsett undir Hafnarfjalli) ég kalla þetta orlof húsmæðra, aðeins að losna úr kvefinu og horinu og öllu sem því fylgir og stinga af í skála með uþb 30 öðrum kellinglum þar wsme við ætlum að skrappa frá okkur allt vit, ásamt því að kíkja í heita pottinn og sjálfsat að ylja aðeins á okkur tærnar, if you know what I mean.

Svo fékk ég loksins úr ritgerðinni minni núna um daginn...fékk 7, hefði nú alveg vilja fá hærra, en þetta er nú ekkert svo slæmt, þannig að ég útskrifast sem sagt með 7,67 í meðaleinkunn....sem er ágætis mál og á ég að fljúga inn í masters nám ef mér skildi einhvertíman detta sú vitleysa í hug ;)

og svo seinasta mál á dagskrá, við erum komin með dagsetningu, 9. ágúst 2008, við erum komin með kirkju, Borgarneskirkja, við erum komin með prest, Högni Valsson (bróðir pabba) og við erum komin með sal, Valfell

allt að gerast :)