Til umhugsunar á sérstökum tímum.
Heimspeki Charles Schultz
Charles Schultz er höfundur teiknimynda syrpunnar Peanuts. Þú þarft
ekki að svara spurningunum.
Lestu verkefnið og þér mun verða þetta ljóst:
1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á síðasta
ári.
Hvernig gekk þér?
Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru
ekki annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði.En klappið
deyr út.Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og
skírteinin eru grafin með eigendum sínum.
Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær:
1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.
Auðveldara?
Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem
hafa bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin.
Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli.
Hafðu ekki áhyggjur af því, að heimurinn sé að farast í dag. Það er
nú þegar morgun í Ástralíu. (Charles Schultz)
Friday, October 10, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hæ elskan gotta að líta á björtuhliðarnar öðru hvoru hér hjá okkur er búið að vera rigning og rok í 3 daga vonumst eftir sól á morgunn, við spilum og horfum á sjónvarp á meðan hlökkum tilað hitta ykkur öll næsta föstudag.
Ástar kveðja Mamma og pabbi
*pokes you with a long pokeing device*
hvernig væri að fara að bloggast?
Post a Comment