Wednesday, April 30, 2008

frábær byrjun á degi

...eða þannig, haldiði ekki að hann sonur minn hafi byrjað daginn á því að smella gemsanum mínum ofaní klósettið (ekki spyrja mig hvernig hann náði í hann, stundum er hann lítill Hudini) ég heyrði bara "plops....Æ Æ" og fékk svo að sækja símann ofaní klóið, tæta hann í sundur, smella á ofninn og vona heitt og innilega að hann vakni upp frá dauðum.

og síminn er ekki það eina sem er að gefa sig þessa dagana, tölvan mín þjáist af alvarlegum elliglöpum, enda orðin 5 ára og fartölva...hún skrifar bara bbbbbbb (eg tók b takkan af og enn skrifar hún bara b) hún copy pastear öll iconin á desctopnum þannig að það eru skrilljón icon á á desctopnum, og ef maður velur 1 þá svertast 20, basicly it's just that much paperweight.

og svo hætti búbbið á bílfjarstýringunni minni að virka...get hvorki opnað hann né læst með búbbinu og þarf að mæta með bílinn og báða lyklana í Heklu þar sem tekur megnið af föstudegi að endurkóða lyklana svo hægt sé að nota þá, úffamía það er ekki alveg rafrænn tími hjá mér þessa dagana, fegin að ég er ekki með gangráð!!

Thursday, April 24, 2008

Fyrst maður er á annað borð byrjaður að blogga

þá verð ég að segja ykkur hvað gerðist í dag...

já við fórum í dag á Geirsnef með hann Loka, honum finst svo gaman að hitta aðra voffa og leika sér. Það voru engir hundar þarna þegar við mættum þannig að við fórum að leika í vatninu og hann hljóp um, þegar við vorum á leið til baka í bílinn sjáum við að það er kominn annar hundur, íslenskur blendingur, Loki hleypur í áttina að honum og við föttum aðeins of seint að hann hefur hitt þennan hund áður á Geirsnefi og hann er mjög agressívur.

Um leið og Loki kemur að honum ræðst hundurinn á hann, Loki greyið gerir allt rétt, leggst á bakið og lúffar, en hundurinn bara æðir í hann og bítur og bítur, eigandinn gerir ekki neitt (stendur þarna við hliðiná) svo Dóri hleypur til þeirra og rekur hinn hundinn í burtu. Skiljanlega verður hann reiður og segir frekar hastalega við manninn að það sé nú ekki mjög sniðugt að koma með svona agressívan hund á hundasvæði (höfðum akkúrat hitt hann áður og þá réðst hann á alla nálæga hunda).

Gaurinn verður alveg brjál "hvert á ég þá að fara með hann, geturu sagt mér það" við sögðum að við höfðum nú ekki hugmynd um það, bara eithvert útfyrir bæinn, en innan um aðra hunda gæti hann ekki verið. Þá sagði maðurinn "ég þakka gott ráð en get sko sagt þér það að ég ætla ekki að fara eftir því"

þeir halda eithváð áfram að rífast og þá fyrst sagði ég eithvað "þetta er allt í lagi, það verður bara hans hundur sem verður lógað þegar hann bítur annan illa" þá leit maðurinn á mig og sagði "mér er sko alveg sama um bílinn minn og get sko bombað honum í ykkar"!!!!

Svona er fólk nú þroskað á íslandi í dag. við áttum sko ekki orð, sumir eru bara alveg snar

Wednesday, April 23, 2008

Ekki búin að nenna að blogga

Já bloggarinn í mér hefur bara legið í leti upp á síðkastið, hef einhvernvegin ekki nent að rita neitt niður.

Ekki það að það sé ekki neitt að frétta, Huginn kominn úr gifsinu, farinn að labba, varð veikur (fékk Parvó!!!) og hætti að labba....jafnaði sig og er nú farinn að hlaupa.

Alltaf eykst orðaforðinn hjá guttanum, núna kann maður að segja: mamma, pabba, dala (daðla), búba (súpa), nei, nammi (lærði það um seinustu helgi og fékk toblerone í verðlaun), gúkka (dúkka), ava (afi) og svo eru nokkur nöfn komin, Esa (Elsa dagmamma) kisto (kritsófer) og svo reynir hann að segja bæði Kamilla og Kári (allt börn með honum hjá dagmömmu, eithvað K þema í gangi greinilega). Síðan er það auðvitað hið ofur vinsæla meh meh, sem staðið hefur fyrir sínu síðan hann var 6 mánaða, maður hættir ekkert að nota það sem virkar.

Annað er það að frétta að ég fann brúðarkjólinn minn um seinustu helgi, leygi hann í Tveim Hjörtum, mæli með þeirri búð, rosa góð þjónusta og fullt fullt af flottum kjólum.

annars segi ég bara gleðilegt sumar, veit ekkert hvenar ég nenni að blogga aftur.