Tuesday, May 20, 2008

vill einhver fræða son minn um það...

..að það er ekki kominn dagur kl 5:30 á morgnanna!!!

úffamía hvað ég er sybbin, grey púkinn var veikur á föstudag og laugardag og greinilega eithvað eftir sig á sunnudaginn því á tímabili var ég orðin viss um að ég yrði að ná í prest og láta særa úr honum illa anda lætin og frekjan voru slík og þvílík.

Svo um kvöldmatarleitið róaðist maður niður og hann var farinn að sofa kl 8 og vaknaður stundvíslega kl 6:10 sem mér fanst allt of snemmt, í morgun hinsvegar hefði ég gefið mikið fyrir að fá að sofa alveg til 6:10 þar sem litla ljósið mitt ákvað að fara á fætur kl 5:30 og það var bara ekki séns að fá hann til að leggja sig aftur

það var kátur gaur sem hljóp um allt í morgunn og dansaði við Söngvaborg, en þreyttir foreldrar sem stauluðust um og reyndu að starta deginum...stundum sökkar að drekka ekki kaffi!!!

4 comments:

Anonymous said...

Þú mannst máltækið morgun stund gefur gull í mund.
En þetta er satt þetta er full snemt, samt er fólk sem vinnur með mér sem er að mæta í ræktina á þessum tíma og er komið til vinnu um 7:30 Það eru til margir skrýtnir í veröldinni.
Kveðja afi Maggi

Anonymous said...

Jahá að þú skulir vera á lífi núna;) Ég væri örugglega rotuð við tölvuna....mér finnst nú nógu snemmt ef Friðrik Rafn vaknar hálf sjö sem gerist svo sjaldan og þá er ég geispandi allan daginn. Vonandi fer hann að leyfa ykkur að lúra örlítið lengur á morgnana:)
Kveðja Svansy

sam said...

ó já, svo er kerfið búið að vera niðri í vinnunni í allan dag þannig að það eina sem ég er búin að vera að gera er að vafra á netinu og ræða við reiða viðskipta vini og útskýra hversvegna sendingin þeirra hefur ekki verið tolluð

er alveg að leka niður

Ásrún said...

knús á þreyttu siggu sis'
Þakkaðu bara fyrir að það var ekki Boot Camp í gær :P