Friday, December 21, 2007

Hlakka til næstu jóla

já...ég verð að viðurkenna það að þó svo 24. des 2007 sé ekki runnin upp, þá hlakka ég strax til næstu jóla s.s. 2008

Ég er svo mikið jólabarn og finst ekkert skemtilegra heldur en að njóta aðventunnar, föndra kort, spá mikið í og kaupa/föndra gjafir, horfa á jólamyndir (White Christmas, Nightmare before chirstmas, Christmas Vacation og svo auðvitað Die hard 1) ég vil skreyta og dunda mér í friði frá öllu stressi.

Hinsvegar hefur það enganvegin verið málið fyrir þessi jól...próf (aðallega ritgerðar) stressið algerlega að fara með mig, Shakespeare prófið var í dag og maður mætti halda að 21. des þá væri maður búinn með stressið og gæti slappað af, nei ekki aldeilis, núna þarf ég að setja á full speed með þessa blessuðu ritgerð og koma henni frá mér fyrir 4.jan...verð í fríi á aðfangadag og vonandi á gamlársdag...annars verð ég bara í full time vinnu yfir hátíðarnar. Svona finst mér ekki gaman að eyða jólunum mínum og þessvegna er ég farin að sjá jólin á næsta ári í hyllingum...ég meira að segja missi eiginlega af afmælinu hans Dóra sem er á morgun..ætluðum í leikhús og flott út að borða en við verðum á gríns að fresta afmælinu hans þangað til í janúar (húrra gaman)

En allavega...sjálfsvorkunin á pásu í bili, óska öllum gleði og stressleysi um jólin...hafið það sem allra best og munið að kanski hugsa pínu til mín þar sem ég verð með skrifkrampa milli jóla og nýárs...Elska ykkur öll...Gleðileg jól

Tuesday, December 18, 2007

stóru fargi létt

hann var nú ekki lengi að þessu hann Mathew, bara búinn að fara yfir prófið og einkunnir komnar...og haldiði ekki bara að maður hafi fengið 7.5!!! enda er ég alveg ólýsanlega kát og glöð með þetta þar sem ég var ekki að skilja bofs í þessum áfanga og langaði helst til að segja mig úr honum.

Enda voru fleiri á þeirri skoðun heldur en ég þar sem það voru 45 upprunalega skráðir, 18 sem tóku prófið og 2 af þeim sem féllu...þannig að það er kanski ekki skrítið að maður hafi verið aðeins nojaður yfir þessu.

En núna get ég strokað þennan áfanga út af heilanum á mér (á aldrei eftir að nota hann) og nýtt plássið fyrir Shakespeare prófið sem ég er að fara í á föstudaginn. Gott mál

kv ein rosa kát en líka rosa stressuð

Thursday, December 13, 2007

stund sannleikans nálgast

jæja þá hefst lokaprófið mitt í Sintax and argument structure eftir nákvæmlega þrjá klukkutíma. úff. Ég er búin að læra alveg slatta undir þetta og þetta er ekki svona venjulegt próf, við fengum sex ritgerðarspurningar heim, af þeim munu koma fjórar á prófinu og við þurfum að svara tveim. Þannig að ég er búin að rembast við að undirbúa fjórar spurningar svo tvær þeirra komi pottþétt á prófinu og finst ég skilja þetta ágætlega. Vandamálið er hinsvegar það að það eru svo ofboðslega mikið af flóknum orðum og orðasamböndum sem ég verð að muna fyrir þetta bévítans próf að ég er ekki viss um að þetta haldist í hausnum á mér svona þegar það má ekki hafa með sér nein gögn í prófið.

uss, verð bara að vona að ég muni nógu mikið til að allavega ná, í fyrsta skipti í háskólagöngu minni þá er það það eina sem skiptir mig máli núna, bara ná helv prófinu...ekki einhver svaka einkunn.

allavega, wish me luck

Wednesday, December 5, 2007

Elf yourself

var að sjá besta hlut ever á síðunni hjá Lísu skvísu og bara varð að gera líka

http://www.elfyourself.com/?id=1173962547

eru ekki allir í jólastuði :D

Tuesday, December 4, 2007

Bögg

verður maður ekki að nota þetta blogg til að böggast aðeins?
mig langar bara til að vita hvað málið er með fólk sem virkilega ætlast til þess að öll kristinfræði/trúabragðafræði og hlutir eins og litlu jólin séu lögð af í leik og grunnskólum?

veit þetta fólk ekki að ísland er kristið land, eða hefur aðskilnaður ríkis og kirkju kanski bara farið framhjá mér?

Ég veit það allavega að ef ég gerðist einhvertíman svo kræf að flytjast eithvert þar sem er múhammeðstrú þá efast ég stórlega um að ég ætlist til þess að ekki sé kennt neitt um trúna í skólum og að ég neiti að fara eftir siðum sem skapast hafa í því þjólfélagi í kringum þá trú.

Ég meina eigum við ekki bara að leggja af jólin og páskana, svo ekki sé talað um hvítasunnuna.

Ég er allavega alveg á því að þegar Huginn byrjar í grunnskóla þá vil ég ekki að litlu jólin hans og allt sem þeim tilheyrir verði lögð af vegna þess að hinn sex ára Achmed sem er með honum í bekk trúir ekki á guð og Jesú!! Í alvöru, fólk verður bara að gera sér grein fyrir þessu þegar það ákveður að flytjast hingað og gera sér grein fyrir því að vissar hefðir skapast alltaf í kringum þá trú sem staðfest er í hverju landi.....hættið að væla

Monday, November 26, 2007

It's funny because it's true

hérna er smá ljóðbútur sem ég las á er.is, þvímiður þá veit ég ekki hver höfundurinn er..


Hann var í fríi og lá í landi
að leysa af heima var enginn vandi,
konan var að því komin að fæða
og hvergi um húshjálp að ræða.


En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin
þó kannski sé stundum fyrir þau þörfin?
Konan var heima og hafði engu að sinna
nema hugsa um krakka, það er ekki vinna.

Hún sagði: "Elskan þú þarft ekkert að gera,
aðeins hjá börnunum heima að vera,
ég er búin að öllu, þvo og þjóna,
þú þarft ekki að bæta, sauma eða prjóna.

Matur er útbúinn allur í kistunni,
það ætti að duga svona í fyrstunni,
aðeins að líta eftir öngunum átta
ylja upp matinn og láta þau hátta.

"Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa
og ná sér í ærlegan skemmtipésa.
Hann var ekki sestur og var nokkuð hissa
er vældi í krakka: "ég þarf að pissa."

Vart þeirri athöfn var að ljúka
er veinaði annar: "Ég þarf að kúka"
Þarna var enginn einasti friður
ef ætlaði hann að tylla sér niður.

Dagurinn leið svo í sífelldum önnum
sem ei voru bjóðandi mönnum,
þvílikt og annað eins aldrei í lífinu
útstaðið hafði hann í veraldarkífinu.

Ölduna stíga í ósjó og brælum
var ekkert hjá þessu, það kallaði hann sælu,
en þeytast um kófsveittur skammtandi og skeinandi
skiljandi áflogaseggina veinandi!

Ef eitt þurfti að éta varð annað að skíta
og engin friður í bók að líta, en hún sagði: "
Elskan, þú þarft ekkert að gera
aðeins hjá börnunum heima að vera."

Nú voru krakkarnir komnir í rúmið,
Kyrrlátt og sefandi vornætur húmið
seiddi í draumheimana angana átta
en ekki var pabbi farinn að hátta.

Hann stóð þarna úfinn, úrvinda og sveittur
yfir sig stressaður, svangur og þreyttur,
og horfði yfir stofuna: "hamingjan sanna
hér á að teljast bústaður manna.

"Það skyldi hann aldrei á ævinni gera
í afleysingu slíkri sem þessari vera,
þó væri í boði og á þvi væri raunin
að þau væru tvöfölduð skipstjóralaunin."

En þetta á konan kauplaust að vinna
og kallað að hún hafi engu að sinna
af daglangri reynslu hans virtist það vera
að það væri stundum eitthvað að gera.

Áfram með störfin ótt líður tíminn
Æ" aldrei friður nú hringir síminn,
halló, var sagt, það er sætt ég túlka,
þér er sonur fæddur og yndisleg stúlka.

Hann settist á stól og fann til svima og klígju,
hvað sagði hún að krakkarnir væru orðnir tíu."
Ég þarf að taka til öruggra varna,
ég ákveð á stundinni að hætta að barna.


Sunday, November 25, 2007

Furminator

já ég ætla að breita síðunni minni í hálfgerða auglýsingar síðu núna í þessari færslu.

Þeir sem þekkja mig vita væntanlega að ég á sjaldan færri en tvö dýr og akkúrat núna eru það þrír loðboltar sem búa hjá mér (fjórir ef þú telur Dóra með ;) )

Allavega, þá fann ég snilldar tæki núna í haust sem heitir Furminator, þetta er svona bursti sem tekur öll lausu hárin af dýrinu en rífir hvorki né tætir hárin sem eru föst.

Ég bursta Mikka loðbolta reglulega með þessu og ég sver það að það kemur annar köttur út honum





hérna er þetta fína tæki og brúskurinn sem ég rakaði úr honum um daginn.

Allavega þá vildi ég bara aðeins auglýsa þessa snilldar vöru ef ske kynni að það væru aðrir gæludýraeigendur sem læsu síðuna mína *hóst*Lísa*hóst* sem ættu í hárfari vandræðum með dýrin sín ;)

Allavega þá hef ég komið þessu á framfæri og ætla að fara að skipta á einni all svakalegri kúkableyju

Thursday, November 15, 2007

looking dashing

Ég og púki rúntuðum upp í Borgó í gær til að fríska aðeins upp á okkur, hann var kominn með þennan myndarlega Tinna lokk bein ofaná hvirfilinn sem vildi þó nokkuð taka upp á því að breita sér í krullu, og þar sem gaurinn er glærhærður þá virtist hann vera nærri sköllóttur með eina litla krullu....rosa sætt, en fór alveg með karlmenskuna í pabbanum ;) þannig að krullan fékk að fjúka og skartar gaurinn þessari líka myndarlegu herra klyppingu núna.

og ekki er mamman síðri (reyndar ekki með herraklyppingu) en fékk nokkrar strípur í hárið og lit á brýrnar þannig að maður er víst ekki lengur eins og hrá pönnukaka í framan.

Svo fengum við auðvitað að borða, alltaf góður matur í sveitinni, en sérstaklega góður í gær (pabbi þú gleymdir að sýna mér dolluna með karrýinu, verð bara að fá niðurritaða uppskrift á þessu).

En að allt öðrum málum, ég er alveg klár á því að ég gæti aldrei nokkurtíman starfað sem dagmamma. Ekki nóg með það að maður er með fimm stykki krakka sem eru ekki einusinni farin að tala og eiga þar af leiðandi töluvert erfitt með að tjá sig heldur en annars, þá er málið oftast þannig að ef eitt verður veikt þá vilja hin oft fylgja. Þannig var það í dag þegar ég kom til að sækja engilinn minn, af þessum fimm börnum sem eru í pössun hjá henni þá voru fjögur með niðurgang...manni bara sortnaði fyrir augum, grey manneskjan búin að standa í bleyjuskiptingum allan daginn og búin að fá að njóta þessa líka svakalega góða ilms....I rest my case....dagmamma verð ég aldrei.

Saturday, November 10, 2007

Já það er vill sko vera heldur betru líf og fjör í Erilborg.

Í gærkvöldi þá vorum ég og Huginn ein heima (Dóri fór að skutla Evítu vinkonu hennar Anítu *hehe* heim til sín, og Aníta fór með).


Á meðan ætlaði myndarlega húsmóðirin að elda kvöldmatinn sem voru kjúklinga vængir. Svo var maður kominn með hendurnar á kaf í kjúkling þegar einka sonurinn teygir sig upp á borð og nær í djúsfernu sem hann hafði verið að drekka úr fyr um daginn...hann lætur svo neitanir mömmu sem vind um eyru þjóta og kreystir safann eins fast og hann getur...sem varð þar afleiðandi að þessum líka fína safa gosbrunni.


jæja, það er hvort sem er allt orðið blautt þannig að það er best að krydda kjúllan bara áður en ég fer í það að þurrka upp þennan safa, þá opna ég eldhússkápinn og í því ræðst á mig kassi af Weetos (sykurminnsta súkkulaði morgunkornið) og það er Weetos útum allt gólf....Mæta ekki báðir gaurarnir (Huginn og Loki) eins og hungraðir úlfar og standa á beit í korninu á meðan ég þvæ mér um hendurnar eins og ég eigi lífið að leysa. dríf mig svo inn í eldhús og tek upp allt Weetosið...bjóst nú hálfpartin við því að þeir myndur báðir tveir bíta mig meðan ég var að ná þessu upp, slíkur var ákafinn.


Svo þegar ég er búin að gera það hreint þá held ég áfram með blessaðan kjúklingin, er aftur passlega orðin útúr kjúlluð þegar ég fatta að ég gleimdi helv.. safanum á gólfinu, í því tekur Huginn safann upp, heldur honum yfir höfðinu á sér og kreystir.....ummm, djús sturta.


nammm Weetos

Thursday, November 8, 2007

Ég á lítinn morgunn hana

já hressleikinn er kasnki ekki alveg að fara með mann þessa dagana, af einhverjum ástæðum hefur ástkær sonum minn allt í einu ákveðið að það sé nú bara í rauninni alger leti að sofa til 7 hvað þá 7:30, nei nei 6 skal það vera.

Þannig að við náum í hann inn til sín og dröslum honum upp í okkar rúm rétt um kl 6 á mornanna og vonumst til að hann láti gabbast af hlýju mömmu og pabba bóli og taki sé smá kríu...nei nei, þá er minn alveg eld hress hoppar og skoppar útum allt rúm svo maður á fullt í fangi með að halda í hann svo hann skoppi sér ekki framúr.

Það vinsælasta í dag er að setja haldfangið á duddunni í munninn og reyna svo að koma duddunni sjálfri upp í mömmu og pabba, leikur sem krefst nákvæmni, aðeins meiri en 13 mánaða gutti býr yfir þannig að duddan endar oftar en ekki í augum, nefi eða jafnvel eyrum þreyttra foreldra.

Svo dröslast maður loksins framúr og þá eru þeir félagarnir Huginn og Loki alveg í essinu sínu, skottast útum allt og leika og Huginn er oft helst til gjafmildur á kexið sitt sem hann fær oftast á morgnanna og þeir deila því bróðurlega á milli sín þeir félagarnir og svo er mömmu oft boðið með (ef það eru einhverjir afgangar).

Það er því úfin og mygluð mamma sem skutlar eitur hressa púkanum sínum í pössun þessa dagana, maður er einhvernveginn ekki í stuði til að hafa sig mikið til þegar maður lekur frammúr kl 6.

En það er sko meira en þess virði því þessi gutti er sko bestastur í öllum heiminum og algerlega sætari en allt

Monday, November 5, 2007

Hverjir fara í hjólaferð í Kambódíu?

Jú það gera tengdaforeldrar mínir, þau eru forfallnir hjólagarpar og fjallaklifrarar og eru núna í þessum skrifuðu orðum búin að vera í rúmar tvær vikur í Kambódíu að hjóla!! í fyrra (eða var það hitteðfyrra?) fóru þau til Afríku og klöngruðust upp á Kilimanjaro, síðan fór Siggi og hjólaði aðeins um Taíland og Rannsý kom svo og hitti hann einni eða tveimur vikum seinna og þau fóru saman á matreiðslunámskeið í Taílandi, ég meina, hvar er annars betri staður til að læra Taij cooking?

En allavega, ég var að fá þær fréttir núna í kvöld að það hafi verið gerð tilraun til að ræna þau!!! það komu víst tveir gaurar á vespum og gripu í töskuna hjá Rannsý, hún var nú ekkert á þeim buxunum að gefa eftir töskuna, enda fullt af dóti í henni, þannig að hún ríghélt í hana með þeim afleiðingum að hún skall í jörðina (tengdó ekki taskan) og meiddist víst eithvað aðeins. Þá varð Siggi alveg brjálaður og henti pípunni sinni í hinn vélhjóla ræningjann (veit ekki alveg úr hverskonar ofurefni pípan hans var) en hún virðist hafa vrkað til að bola ræningjunum í burtu. (ætli við verðum ekki að gefa honum nýja pípu í jólagjöf, einhverskonar messing pípu sem gagnast jafvel betur í baráttunni við glæpi.

Ég allavega vona að þau nái að hjóla restina af ferðalaginu slysa laust, og komist heim ekki mikið verr farin en nokkrar hassperrur (harðsperrur?)

Sunday, November 4, 2007

Nýtt blogg

Ég er búin að vera að velta því fyrir mér núna í þónokkurn tíma að færa mig frá Blogcentral, svo núna í kvöld þá var serverin bara bilaður svo ég ákvað bara að slá til og breita aðeins um stíl, kominn tími til held ég enda flest allir búnir að færa sig frá centralinu.

Lítið annars að frétta núna, skelltum okkur upp í borgó í dag og það var bara rosa gaman fórum í sund og þar var karfa og litlir boltar og það er sko ekki hægt að segja að genin hafi ekki sagt til sín, hann vissi sko alveg hvað hann átti að gera við boltann og tróð aftur og aftur og aftur...ekkert smá stuð.

Svo fékk Loki auðvitað að fara með okkur, held það sé alveg hægt að segja að móðurástin sé ekki alveg að fara með hana Pílu, hann mátti helst ekki koma nálagt henni þá var mín farin að urra og glefsa til hans (enda um að gera að siða þessa krakka til).

Núna eru ég og Púki bara að bíða þangað til hann getur farið að kúra því hann er alveg uppgefinn eftir daginn, sund og vöfflur og bara allt saman.

Allavega, held ég haldi mig við þetta blogg núna í framtíðinni þannig að þið updatið kanski linkana ykkar, ef þið linkið á mig á annað borð.

Góða nótt esskurnar