Friday, October 10, 2008

smá umhugsunarefni

Til umhugsunar á sérstökum tímum.

Heimspeki Charles Schultz

Charles Schultz er höfundur teiknimynda syrpunnar Peanuts. Þú þarft
ekki að svara spurningunum.
Lestu verkefnið og þér mun verða þetta ljóst:

1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á síðasta
ári.

Hvernig gekk þér?

Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru
ekki annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði.En klappið
deyr út.Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og
skírteinin eru grafin með eigendum sínum.

Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær:

1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.

Auðveldara?

Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem
hafa bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin.
Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli.


Hafðu ekki áhyggjur af því, að heimurinn sé að farast í dag. Það er
nú þegar morgun í Ástralíu. (Charles Schultz)

Saturday, October 4, 2008

Erfitt að vera bjartsýnn núna

já það er víst frekar erfitt að vera bjartsýnn á svona tímum, það er ekki einusini hægt að kaupa gjaldeyri lengur í íslenkum bönkum vegna þess að enginn erlendur banki vill snerta við íslensku krónunni....tími kominn á evru anyboy?

Ég heyrði því fleygt áðan að í mörgum erlendum löndum væri ekki lengur hægt að versla með íslensk kort!! ég vona að mamma og pabbi hafi það gott úti á spáni, spurning hvort þau geti notað kortin sín þar, spurning hvort þau hafi geð á því svona í ljósi þess að evran er 156 krónur

ætli við sjáum ekki fljótlega fram á hópferðir spánverja til Íslands til að kaupa ódýrann bjór?

Í gær fór Dóri í bankann og tók 650 þúsund krónur sem við höfðum safnað upp í lóðarkaup og setti í höfuðstólinn á íbúðarláninu okkar, það er víst ekki séns að við séum að fara að byggja núna þar sem allt efni hefur hækkað um rúmlega 50% frá því við fórum fyrst að ræða húsbyggingu.

en maður verður víst að reyna að vera jákvæður, jólin á næsta leiti og svona...það er allavega farið að snjóa!!!