Thursday, February 21, 2008

komin á fullt fart

já stráksi var sko ekki lengi slappur í gifsinu sínu, núna 10 dögum eftir aðgerðina er hann komin á fulla ferð, skríður útum allt, gengur meðfram borðum og stólum og prílar upp í sófa!!!

það vantar sko ekki dugnaðinn í hann ofur-Huginn minn ;) (stollt mamma hér á ferð)

Annað er það að frétta að við erum búin áð fá söngvara í brúðkaupið okkar og mun hann Bergþór Pálsson syngja fyrir okkur, hann er svo innilegur og frábær þannig að mér lýst rosa vel á það.

Hún Erna Hlín var að velta því fyrir sér hvort við ætluðum að skrá gjafir einhverstaðar, ég held að það sé bara enginn einn staður sem mig langar til að skrá gjafir á, held ég geri frekar link hérna á blogginu um hvað okkur langar í í gjöf og láti mömmu fá lista líka, þá er bara hægt að bjalla í hana til að láta vita að eh hafi verið keypt eða tékka hvað sé eftir...þetta er svona það helsta sem mér dettur í hug.

En best að halda áfram að vinna, skýrslurnar tolla sig víst ekki sjálfar

chiao

2 comments:

Ásrún said...

Það er náttúrulega ekki að spyrja að stráknum, hann er alveg ótrúlegur getur svo sannarlega verið stolt af honum
- I know I am ^^

og til hamingju með að vera búin að fá söngvara ;) annars if all else fails you have my number ;P

Anonymous said...

Hann Huginn er ekkert smá duglegur og á sko hrós skilið!! Frábært að hlutirnir séu að smella smátt og smátt saman hjá ykkur fyrir brúðkaupið, bara yndislegt!!
Knús til ykkar Svanhvít