Friday, December 21, 2007

Hlakka til næstu jóla

já...ég verð að viðurkenna það að þó svo 24. des 2007 sé ekki runnin upp, þá hlakka ég strax til næstu jóla s.s. 2008

Ég er svo mikið jólabarn og finst ekkert skemtilegra heldur en að njóta aðventunnar, föndra kort, spá mikið í og kaupa/föndra gjafir, horfa á jólamyndir (White Christmas, Nightmare before chirstmas, Christmas Vacation og svo auðvitað Die hard 1) ég vil skreyta og dunda mér í friði frá öllu stressi.

Hinsvegar hefur það enganvegin verið málið fyrir þessi jól...próf (aðallega ritgerðar) stressið algerlega að fara með mig, Shakespeare prófið var í dag og maður mætti halda að 21. des þá væri maður búinn með stressið og gæti slappað af, nei ekki aldeilis, núna þarf ég að setja á full speed með þessa blessuðu ritgerð og koma henni frá mér fyrir 4.jan...verð í fríi á aðfangadag og vonandi á gamlársdag...annars verð ég bara í full time vinnu yfir hátíðarnar. Svona finst mér ekki gaman að eyða jólunum mínum og þessvegna er ég farin að sjá jólin á næsta ári í hyllingum...ég meira að segja missi eiginlega af afmælinu hans Dóra sem er á morgun..ætluðum í leikhús og flott út að borða en við verðum á gríns að fresta afmælinu hans þangað til í janúar (húrra gaman)

En allavega...sjálfsvorkunin á pásu í bili, óska öllum gleði og stressleysi um jólin...hafið það sem allra best og munið að kanski hugsa pínu til mín þar sem ég verð með skrifkrampa milli jóla og nýárs...Elska ykkur öll...Gleðileg jól

Tuesday, December 18, 2007

stóru fargi létt

hann var nú ekki lengi að þessu hann Mathew, bara búinn að fara yfir prófið og einkunnir komnar...og haldiði ekki bara að maður hafi fengið 7.5!!! enda er ég alveg ólýsanlega kát og glöð með þetta þar sem ég var ekki að skilja bofs í þessum áfanga og langaði helst til að segja mig úr honum.

Enda voru fleiri á þeirri skoðun heldur en ég þar sem það voru 45 upprunalega skráðir, 18 sem tóku prófið og 2 af þeim sem féllu...þannig að það er kanski ekki skrítið að maður hafi verið aðeins nojaður yfir þessu.

En núna get ég strokað þennan áfanga út af heilanum á mér (á aldrei eftir að nota hann) og nýtt plássið fyrir Shakespeare prófið sem ég er að fara í á föstudaginn. Gott mál

kv ein rosa kát en líka rosa stressuð

Thursday, December 13, 2007

stund sannleikans nálgast

jæja þá hefst lokaprófið mitt í Sintax and argument structure eftir nákvæmlega þrjá klukkutíma. úff. Ég er búin að læra alveg slatta undir þetta og þetta er ekki svona venjulegt próf, við fengum sex ritgerðarspurningar heim, af þeim munu koma fjórar á prófinu og við þurfum að svara tveim. Þannig að ég er búin að rembast við að undirbúa fjórar spurningar svo tvær þeirra komi pottþétt á prófinu og finst ég skilja þetta ágætlega. Vandamálið er hinsvegar það að það eru svo ofboðslega mikið af flóknum orðum og orðasamböndum sem ég verð að muna fyrir þetta bévítans próf að ég er ekki viss um að þetta haldist í hausnum á mér svona þegar það má ekki hafa með sér nein gögn í prófið.

uss, verð bara að vona að ég muni nógu mikið til að allavega ná, í fyrsta skipti í háskólagöngu minni þá er það það eina sem skiptir mig máli núna, bara ná helv prófinu...ekki einhver svaka einkunn.

allavega, wish me luck

Wednesday, December 5, 2007

Elf yourself

var að sjá besta hlut ever á síðunni hjá Lísu skvísu og bara varð að gera líka

http://www.elfyourself.com/?id=1173962547

eru ekki allir í jólastuði :D

Tuesday, December 4, 2007

Bögg

verður maður ekki að nota þetta blogg til að böggast aðeins?
mig langar bara til að vita hvað málið er með fólk sem virkilega ætlast til þess að öll kristinfræði/trúabragðafræði og hlutir eins og litlu jólin séu lögð af í leik og grunnskólum?

veit þetta fólk ekki að ísland er kristið land, eða hefur aðskilnaður ríkis og kirkju kanski bara farið framhjá mér?

Ég veit það allavega að ef ég gerðist einhvertíman svo kræf að flytjast eithvert þar sem er múhammeðstrú þá efast ég stórlega um að ég ætlist til þess að ekki sé kennt neitt um trúna í skólum og að ég neiti að fara eftir siðum sem skapast hafa í því þjólfélagi í kringum þá trú.

Ég meina eigum við ekki bara að leggja af jólin og páskana, svo ekki sé talað um hvítasunnuna.

Ég er allavega alveg á því að þegar Huginn byrjar í grunnskóla þá vil ég ekki að litlu jólin hans og allt sem þeim tilheyrir verði lögð af vegna þess að hinn sex ára Achmed sem er með honum í bekk trúir ekki á guð og Jesú!! Í alvöru, fólk verður bara að gera sér grein fyrir þessu þegar það ákveður að flytjast hingað og gera sér grein fyrir því að vissar hefðir skapast alltaf í kringum þá trú sem staðfest er í hverju landi.....hættið að væla