Wednesday, April 23, 2008

Ekki búin að nenna að blogga

Já bloggarinn í mér hefur bara legið í leti upp á síðkastið, hef einhvernvegin ekki nent að rita neitt niður.

Ekki það að það sé ekki neitt að frétta, Huginn kominn úr gifsinu, farinn að labba, varð veikur (fékk Parvó!!!) og hætti að labba....jafnaði sig og er nú farinn að hlaupa.

Alltaf eykst orðaforðinn hjá guttanum, núna kann maður að segja: mamma, pabba, dala (daðla), búba (súpa), nei, nammi (lærði það um seinustu helgi og fékk toblerone í verðlaun), gúkka (dúkka), ava (afi) og svo eru nokkur nöfn komin, Esa (Elsa dagmamma) kisto (kritsófer) og svo reynir hann að segja bæði Kamilla og Kári (allt börn með honum hjá dagmömmu, eithvað K þema í gangi greinilega). Síðan er það auðvitað hið ofur vinsæla meh meh, sem staðið hefur fyrir sínu síðan hann var 6 mánaða, maður hættir ekkert að nota það sem virkar.

Annað er það að frétta að ég fann brúðarkjólinn minn um seinustu helgi, leygi hann í Tveim Hjörtum, mæli með þeirri búð, rosa góð þjónusta og fullt fullt af flottum kjólum.

annars segi ég bara gleðilegt sumar, veit ekkert hvenar ég nenni að blogga aftur.

No comments: