Thursday, January 22, 2009

Seint blogga sumir

já ég hef tekið mér góða bloggpásu núna....ekkert verið skrifað hér inn síðan kreppan byrjaði. það er bara svona þegar maður er í tölvunni allan dagin í vinnunni og er kominn á Facebook þá er maður ekki alveg klár á hvað maður hefur svo sem að segja hér á blogginu.


Hjá okkur er allt í góðu, við höldum enn okkar vinnum og erum ekki í fjárhags vandræðum þó svo að okkar stærstu plön séu komin á "on hold" status um óákveðinn tíma. Lífið gengur sinn vana gang og maður reynir að finna tíma til að vera til jafnframt því að mæta í vinnu.

Þá hef ég reynt að fara svolítið á hestbak en kvef....fyrst hjá merinni og svo hjá mér, hefur aðeins sett strik í þann reikning.

annars er bara ekki mikið til að segja, ég, Erna og Linda förum í skrappferð, einskonar orlof húsmæðra, fyrstu helgina í febrúar og ætlum við að njóta okkar algerlega í botn....enda hlakka ég ekkert lítið til og veit að það sama er uppi á teningnum með hinar gellurnar, það sem myndi gera ferðina enn betri er ef að Svanhvít og Elín gætu komið með, en þær verða bara með í anda.

allavega, þangað til næst.....hvenar svo sem það veðrur

Friday, October 10, 2008

smá umhugsunarefni

Til umhugsunar á sérstökum tímum.

Heimspeki Charles Schultz

Charles Schultz er höfundur teiknimynda syrpunnar Peanuts. Þú þarft
ekki að svara spurningunum.
Lestu verkefnið og þér mun verða þetta ljóst:

1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á síðasta
ári.

Hvernig gekk þér?

Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru
ekki annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði.En klappið
deyr út.Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og
skírteinin eru grafin með eigendum sínum.

Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær:

1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.

Auðveldara?

Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem
hafa bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin.
Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli.


Hafðu ekki áhyggjur af því, að heimurinn sé að farast í dag. Það er
nú þegar morgun í Ástralíu. (Charles Schultz)

Saturday, October 4, 2008

Erfitt að vera bjartsýnn núna

já það er víst frekar erfitt að vera bjartsýnn á svona tímum, það er ekki einusini hægt að kaupa gjaldeyri lengur í íslenkum bönkum vegna þess að enginn erlendur banki vill snerta við íslensku krónunni....tími kominn á evru anyboy?

Ég heyrði því fleygt áðan að í mörgum erlendum löndum væri ekki lengur hægt að versla með íslensk kort!! ég vona að mamma og pabbi hafi það gott úti á spáni, spurning hvort þau geti notað kortin sín þar, spurning hvort þau hafi geð á því svona í ljósi þess að evran er 156 krónur

ætli við sjáum ekki fljótlega fram á hópferðir spánverja til Íslands til að kaupa ódýrann bjór?

Í gær fór Dóri í bankann og tók 650 þúsund krónur sem við höfðum safnað upp í lóðarkaup og setti í höfuðstólinn á íbúðarláninu okkar, það er víst ekki séns að við séum að fara að byggja núna þar sem allt efni hefur hækkað um rúmlega 50% frá því við fórum fyrst að ræða húsbyggingu.

en maður verður víst að reyna að vera jákvæður, jólin á næsta leiti og svona...það er allavega farið að snjóa!!!

Wednesday, August 27, 2008

"Búið"

þetta sagði sonur minn í krirkjunni þegar Bergþór Pálsson var búinn að syngja sálminn "á brúðkaupsdegi (amazing grace)", það var ekki búið þá en núna er þetta búið og afstaðið, við orðin hjón, hveitibrauðsdagarnir liðnir og lífið og tilveran tekur við með okkur sem hjónum og allt er yndislegt.

Dagurinn var algerlega frábær í allastaði og vil ég þakka öllum okkar vinum sem komu og gerðu daginn okkar að því sem hann var og fyrir að gleðjast með okkur. Ég vil líka þakka vinum mömmu og pabba fyrir að aðstoða okkur svona mikið við salinn og matinn svo ekki sé talað um þrif eftir veisluna og mömmu og pabba fyrir að hafa gert þetta að veruleika, hefði ekki orðið svona yndislegt án ykkar (orðið að óskars ræðu ;) )

ætla ekki að fara út í meiri lýsingar á deginum, þið voruð flest öll þarna og yndislegt og skemmtilegt lýsir honum sem allra best.

svo var haldið til Króatíu í brúðkaupsferð, þar var mikið sofið (hátt í 11 tíma á sólahring) enda þurfti heldur betur að hlaða batterýin, einnig var farið í ferð til Feneyja þar sem við gistum eina nótt á alveg mögnuðu hóteli, kostaði 50 euro nóttin fyrir okkur saman og það fylgdi eðla með herberginu sem var undir súð og allt fyllt af ryki og köngulóavefum, en bara allt í góðu fyrir eina nótt. í Feneyjum fórum við á gondóla í tungsljósinu þar sem ræðarinn söng fyrir okkur alveg eftir kúnstarinnar reglum.

Eftir feneyjaferðina slöppuðum við aðeins af í sólinni og mér tókst að brenna aðeins, hittum svo íslensk hjón sem voru á leiðinni heim daginn eftir en þau lánðu okkur gps tækið sitt svo við gætum rúntað til Slóveníu og kíkt í hella og þaðan til Ljubliana í H&M. Hellirinn sem við skoðuðum var alveg geggjaður, 20km langur dropasteinshellir þar sem stæðsti salurinn var 3000fm og alger upplifun að fara að skoða hann.

Svo var ekki minna gaman að koma heim og hitta litla gaurinn sem var búinn að vera svo góður í pössunn hjá ömmum sínum og öfum og var hann þvílíkt kátur að hitta mömmu og pabba aftur.

annars vil ég bara þakka öllum aftur fyrir að gera daginn okkar alveg ógleymanlegann

kv frú Sigríður ;)

Wednesday, July 23, 2008

Smá tilkynning

svona fyrir þá sem koma í braukaupið okkar þann 9. ágúst þá er fínt svæði við hliðina á salnum þar sem við verðum þar sem hægt verður að tjalda

þetta er aðeins fyrir utan Borgarnes, innan við 5 mín akstur en samt útúr bænum þannig að það verður kyrrð og ró og sveitasæla þarna.

væri örugglega góð hugmynd fyrir þau sem vilja tjalda að mæta bara fyrr á laugardeginum, finna salinn (félagsheimilið) og smella upp tjaldi áður en athöfnin byrjar (sem er kl 17) þetta er nottlega alveg prima fyrir þau sem vilja fá sér í glas og ekki þurfa að redda driver heim, bara að vippa sér útfyrir félagsheimilið þegar þreitan sækir að og skríða inn í tjald :D

vona að þetta mælist vel fyrir, held að þetta gæti verið mjög gaman

Monday, July 21, 2008

Gæsablogg

jæja, það er búið að skora á mig að blogga um gæsunina og þar sem það er lítið að gera núna í vinnunni ætla ég að verða við þeirri áskorun.

Laugardaginn 12 júlí fékk ég að sofa óvenju lengi um morguninn, Dóri var alveg einstaklega góður við mig og fékk ég að lúlla alveg til 9:30 og örugglega lengur ef ég hefði ekki verið vöknuð sjálf.

um 10:30 ákvað hann að fara með hundinn og strákinn á Geirsnef og sagði mér að slappa af heima, stuttu eftir það ruddust allar vinkonur minar inn heima mér til mikillar gleði þar sem ég bjóst ekki við þeim.

ég fékk þennan líka flotta morgunmat og var svo tilkynnt um þemað í gæsuninni sem átti að vera Grease (af augljósum söngleikja ástæðum) og var ég auðvitað alveg viss um að ég ætti að vera Sandy, sæt og fín með ljósa lokka....en nei, ég var klædd í svartann leddara, teiknaðir á mig bartar og svartar augnabrúnir og hárið á mér spreyjað svart...ég var Danny...

svo var ég drifin út í bíl, þar fékk ég klút fyrir augun og við tók heillöng bílferð sem endaði svo í Adrenalíngarðinum, og þar var sko ekkert smá stuð, slagveðurs rigning og rok og ég prílaði upp allann klyfurveginn, upp á topp á staurnum og snéri mér það við áður en ég stökk niður og rólaði mér í risarólunni, ekkert smá gaman.

Eftir það tók við kensla í magadansi í magadanshúsinu (lærði líka lap-dance) og var mér tjáð af kennaranum að ég væri karlmannlegasta gæsin sem komið hefði til hennar :Ð

Eftir magadansinn fór ég út og var gert að klæða mig í þennann líka flotta leðurgalla og hjálm og skrölti mér upp í hliðarvagn á ótrúlega flottu mótorhjóli sem beið mín fyrir utan, var rúntað á því smá hringur sem endaði í smáralindinni og þar fékk ég að syngja frumsamið lag, reyna við stelpu, kaupa bjór og rúnta um í Greased lightning (krakkabíll sem gengur fyrir 100kr) áður en ég fékk að fara út.

þegar það var búið var komist í langþráða sturtu í sundi og spreyið skolað úr hárinu og bartarnir og skeggið ásamt augabrúnunum þvegið af, og svo var mallað aðeins í pottinum áður en haldið var heim til Lísu þar sem stelpurnar dúlluðust við mig eins og frekast var unnt. Svanhvít sléttaði á mér hárið á meðan Erna málaði mig og bjó til Muy Tahi handa mér (best í heimi) og svo grilluðu þær kjúlla með geggjuðu meðlæti og þessari líka flottu typpaköku í eftirrét!!

svo fékk ég gjafir frá öllum og var gert að draga þær upp úr poka og geta hvað kom frá hverjum og hversvegna, gjöfin átti að tengjast fyrstu minningu viðkomandi af kynnum við mig og var ekkert smá gaman að sjá hvað stelpurnar komu með og hversvegna.

svo voru fleyri gjafir, en það voru þarfaþing hvers hjónabands, eins og teningar sem hægt er að kasta til að komast að því í hvaða herbergi og í hvernig stellingu maður á að skemta sér, sápa í baðið, vibrador og svo teygja til að setja utanum vininn þegar hann verður gamall og slappur og á erfitt með að standa að sjálfstáðum :P

Þetta var bara fullkominn dagur í alla staði og þakka ég öllum vinkonum mínum sem gerðu þennan dag að möguleika alveg æðislega vel fyrir, sérstakar þakkir til Elínar í dk sem ég veit að vildi ekkert frekar en að vera með

elska ykkur allar

Thursday, July 10, 2008

Litli sjarmörinn vann sér inn stig

Já hann Huginn Aðils ætlar sér að verða þessi líka sjarmör.

í gær var hann að leika sér, fann Bratz bíl sem Aníta á og barbí dúkku og keyrði um allt með hana í bílnum með tilheyrandi hljóðum, stöðvaði svo hjá mér, benti á dúkkuna og sagði "gúkka"
já sagði ég, þetta er barbí dúkka, "babi gúkka" heyrðist í stutta, svo leit hann á dúkkuna í bílnum, og svo á mig og aftur á dúkkuna benti svo á hana og sagði "mamma"

þetta hitti auðvitað alveg í mark hjá mömmunni en ég sagði samt við hann, nei ástin mín, þetta er barbí dúkka, hann skoðaði okkur báðar vel og vandlega aftur benti svo aftur á dúkkuna og sagði, "mamma barbí"

svo fékk hann knús, því það greinilegt í hans huga að mamma hans er sko þrusuflott, og á samnefnara í henni barbí.

litlir strákar eru alger krútt