Thursday, July 10, 2008

Litli sjarmörinn vann sér inn stig

Já hann Huginn Aðils ætlar sér að verða þessi líka sjarmör.

í gær var hann að leika sér, fann Bratz bíl sem Aníta á og barbí dúkku og keyrði um allt með hana í bílnum með tilheyrandi hljóðum, stöðvaði svo hjá mér, benti á dúkkuna og sagði "gúkka"
já sagði ég, þetta er barbí dúkka, "babi gúkka" heyrðist í stutta, svo leit hann á dúkkuna í bílnum, og svo á mig og aftur á dúkkuna benti svo á hana og sagði "mamma"

þetta hitti auðvitað alveg í mark hjá mömmunni en ég sagði samt við hann, nei ástin mín, þetta er barbí dúkka, hann skoðaði okkur báðar vel og vandlega aftur benti svo aftur á dúkkuna og sagði, "mamma barbí"

svo fékk hann knús, því það greinilegt í hans huga að mamma hans er sko þrusuflott, og á samnefnara í henni barbí.

litlir strákar eru alger krútt

2 comments:

Anonymous said...

awwwwww..... krúsílíusinn!

Anonymous said...

Hahaha hann er algjör snilli, kann sko að fá mömmu sína til að brosa.
Hvernig væri svo að blogga um gæsunina, væri gaman að lesa þína upplifun af henni.
kveðja Svanhvít