Wednesday, July 23, 2008

Smá tilkynning

svona fyrir þá sem koma í braukaupið okkar þann 9. ágúst þá er fínt svæði við hliðina á salnum þar sem við verðum þar sem hægt verður að tjalda

þetta er aðeins fyrir utan Borgarnes, innan við 5 mín akstur en samt útúr bænum þannig að það verður kyrrð og ró og sveitasæla þarna.

væri örugglega góð hugmynd fyrir þau sem vilja tjalda að mæta bara fyrr á laugardeginum, finna salinn (félagsheimilið) og smella upp tjaldi áður en athöfnin byrjar (sem er kl 17) þetta er nottlega alveg prima fyrir þau sem vilja fá sér í glas og ekki þurfa að redda driver heim, bara að vippa sér útfyrir félagsheimilið þegar þreitan sækir að og skríða inn í tjald :D

vona að þetta mælist vel fyrir, held að þetta gæti verið mjög gaman

Monday, July 21, 2008

Gæsablogg

jæja, það er búið að skora á mig að blogga um gæsunina og þar sem það er lítið að gera núna í vinnunni ætla ég að verða við þeirri áskorun.

Laugardaginn 12 júlí fékk ég að sofa óvenju lengi um morguninn, Dóri var alveg einstaklega góður við mig og fékk ég að lúlla alveg til 9:30 og örugglega lengur ef ég hefði ekki verið vöknuð sjálf.

um 10:30 ákvað hann að fara með hundinn og strákinn á Geirsnef og sagði mér að slappa af heima, stuttu eftir það ruddust allar vinkonur minar inn heima mér til mikillar gleði þar sem ég bjóst ekki við þeim.

ég fékk þennan líka flotta morgunmat og var svo tilkynnt um þemað í gæsuninni sem átti að vera Grease (af augljósum söngleikja ástæðum) og var ég auðvitað alveg viss um að ég ætti að vera Sandy, sæt og fín með ljósa lokka....en nei, ég var klædd í svartann leddara, teiknaðir á mig bartar og svartar augnabrúnir og hárið á mér spreyjað svart...ég var Danny...

svo var ég drifin út í bíl, þar fékk ég klút fyrir augun og við tók heillöng bílferð sem endaði svo í Adrenalíngarðinum, og þar var sko ekkert smá stuð, slagveðurs rigning og rok og ég prílaði upp allann klyfurveginn, upp á topp á staurnum og snéri mér það við áður en ég stökk niður og rólaði mér í risarólunni, ekkert smá gaman.

Eftir það tók við kensla í magadansi í magadanshúsinu (lærði líka lap-dance) og var mér tjáð af kennaranum að ég væri karlmannlegasta gæsin sem komið hefði til hennar :Ð

Eftir magadansinn fór ég út og var gert að klæða mig í þennann líka flotta leðurgalla og hjálm og skrölti mér upp í hliðarvagn á ótrúlega flottu mótorhjóli sem beið mín fyrir utan, var rúntað á því smá hringur sem endaði í smáralindinni og þar fékk ég að syngja frumsamið lag, reyna við stelpu, kaupa bjór og rúnta um í Greased lightning (krakkabíll sem gengur fyrir 100kr) áður en ég fékk að fara út.

þegar það var búið var komist í langþráða sturtu í sundi og spreyið skolað úr hárinu og bartarnir og skeggið ásamt augabrúnunum þvegið af, og svo var mallað aðeins í pottinum áður en haldið var heim til Lísu þar sem stelpurnar dúlluðust við mig eins og frekast var unnt. Svanhvít sléttaði á mér hárið á meðan Erna málaði mig og bjó til Muy Tahi handa mér (best í heimi) og svo grilluðu þær kjúlla með geggjuðu meðlæti og þessari líka flottu typpaköku í eftirrét!!

svo fékk ég gjafir frá öllum og var gert að draga þær upp úr poka og geta hvað kom frá hverjum og hversvegna, gjöfin átti að tengjast fyrstu minningu viðkomandi af kynnum við mig og var ekkert smá gaman að sjá hvað stelpurnar komu með og hversvegna.

svo voru fleyri gjafir, en það voru þarfaþing hvers hjónabands, eins og teningar sem hægt er að kasta til að komast að því í hvaða herbergi og í hvernig stellingu maður á að skemta sér, sápa í baðið, vibrador og svo teygja til að setja utanum vininn þegar hann verður gamall og slappur og á erfitt með að standa að sjálfstáðum :P

Þetta var bara fullkominn dagur í alla staði og þakka ég öllum vinkonum mínum sem gerðu þennan dag að möguleika alveg æðislega vel fyrir, sérstakar þakkir til Elínar í dk sem ég veit að vildi ekkert frekar en að vera með

elska ykkur allar

Thursday, July 10, 2008

Litli sjarmörinn vann sér inn stig

Já hann Huginn Aðils ætlar sér að verða þessi líka sjarmör.

í gær var hann að leika sér, fann Bratz bíl sem Aníta á og barbí dúkku og keyrði um allt með hana í bílnum með tilheyrandi hljóðum, stöðvaði svo hjá mér, benti á dúkkuna og sagði "gúkka"
já sagði ég, þetta er barbí dúkka, "babi gúkka" heyrðist í stutta, svo leit hann á dúkkuna í bílnum, og svo á mig og aftur á dúkkuna benti svo á hana og sagði "mamma"

þetta hitti auðvitað alveg í mark hjá mömmunni en ég sagði samt við hann, nei ástin mín, þetta er barbí dúkka, hann skoðaði okkur báðar vel og vandlega aftur benti svo aftur á dúkkuna og sagði, "mamma barbí"

svo fékk hann knús, því það greinilegt í hans huga að mamma hans er sko þrusuflott, og á samnefnara í henni barbí.

litlir strákar eru alger krútt