já ég veit hann er búinn að vera með kvef og þannig vesen núna síðan 18 jan...en um helgina fékk hann hita og kvefið er að versna til muna :( þannig að við fórum og hittum lækni og hann er kominn á pensilín kúr.....sé ekki alveg fyrir mér að hann fari í aðgerðina sína 11. feb. Hvernig getur eitt kvef verið svona hrikalega þrjóskt? í alvöru.
Annað er það að frétta að ég og Elín Heiða erum á leiðinni upp í ölver um næstu helgi ( það er rétt hjá Borgarnesi, staðsett undir Hafnarfjalli) ég kalla þetta orlof húsmæðra, aðeins að losna úr kvefinu og horinu og öllu sem því fylgir og stinga af í skála með uþb 30 öðrum kellinglum þar wsme við ætlum að skrappa frá okkur allt vit, ásamt því að kíkja í heita pottinn og sjálfsat að ylja aðeins á okkur tærnar, if you know what I mean.
Svo fékk ég loksins úr ritgerðinni minni núna um daginn...fékk 7, hefði nú alveg vilja fá hærra, en þetta er nú ekkert svo slæmt, þannig að ég útskrifast sem sagt með 7,67 í meðaleinkunn....sem er ágætis mál og á ég að fljúga inn í masters nám ef mér skildi einhvertíman detta sú vitleysa í hug ;)
og svo seinasta mál á dagskrá, við erum komin með dagsetningu, 9. ágúst 2008, við erum komin með kirkju, Borgarneskirkja, við erum komin með prest, Högni Valsson (bróðir pabba) og við erum komin með sal, Valfell
allt að gerast :)
Monday, February 4, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment