...eða þannig, haldiði ekki að hann sonur minn hafi byrjað daginn á því að smella gemsanum mínum ofaní klósettið (ekki spyrja mig hvernig hann náði í hann, stundum er hann lítill Hudini) ég heyrði bara "plops....Æ Æ" og fékk svo að sækja símann ofaní klóið, tæta hann í sundur, smella á ofninn og vona heitt og innilega að hann vakni upp frá dauðum.
og síminn er ekki það eina sem er að gefa sig þessa dagana, tölvan mín þjáist af alvarlegum elliglöpum, enda orðin 5 ára og fartölva...hún skrifar bara bbbbbbb (eg tók b takkan af og enn skrifar hún bara b) hún copy pastear öll iconin á desctopnum þannig að það eru skrilljón icon á á desctopnum, og ef maður velur 1 þá svertast 20, basicly it's just that much paperweight.
og svo hætti búbbið á bílfjarstýringunni minni að virka...get hvorki opnað hann né læst með búbbinu og þarf að mæta með bílinn og báða lyklana í Heklu þar sem tekur megnið af föstudegi að endurkóða lyklana svo hægt sé að nota þá, úffamía það er ekki alveg rafrænn tími hjá mér þessa dagana, fegin að ég er ekki með gangráð!!
Wednesday, April 30, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Usss... ljóta ástandið
Þá er bara að gefa stráknum góða dífu í klóann líka og spyrja hvernig honum finnst þetta! Alminnilegt uppeldi á stráksa sko!
Ómægod !!!!!!!!!!!!!!!Ósköpin ganga á ,virkar þú þá þurr á manninn eða kannski blobbandi í símanum ????? Sorrý ekki fyndið..samt.
mútter
jæja síminn virkar bara svona fínt, ekkert verri þó hann hafi vöknkað ;)
allt er þegar þrennt er....
vonum það að minnsta kosti;)
kveðja Svansy
Post a Comment