Wednesday, January 30, 2008

orðin 26

uss hvað maður er að verða gamall!!!

allavega þá var þetta bara svona næs afmælisdagur, fór í vinnuna og þegar hún var búin sótti ég púkann til dagmömmu, fór heim og shænaði mig pínu til og svo fór smáfjölskildan á eldsmiðjuna og ætlaði að hafa þar kósí kvöldstund

kósíheitin fóru nú fyrir lítið þegar einkasonurinn ákvað að eldsmiðjan væri ekki skemmtilegur staður, og eftir 30 mín af stanslausu gargi pökkuðum við pizzunni niður og fórum heim!!!

þegar heim var komið var minn bara kominn í eh garg gír og hætti ekki að gráta fyrr en eftir c.a. 40 mín í viðbót...þá sat hann rauðeygður og með ekka í fanginu á mömmu sinni og borðaði brauð með osti, litli dekur drengurinn.

eftir að físibelgurinn var kominn í draumalandið, gallaði ég mig upp og fór í labbitúr með Loka út á klambratúni, kom svo heim og var alveg dauð þreytt eftir daginn og var farin að sofa um 10 leitið.

Vaknaði svo drulluveik núna í morgunn...með hita og gubbupest og vesen, ekki mikil gleði það.

3 comments:

Anonymous said...

æææi ekki gaman að fá gubbupest í afmælisgjöf....

Anonymous said...

Til hamó með ammó elskan! Bara nóg að gera hjá þér og þínum:)
Knús og kossar frá Álaborg!

Anonymous said...

Ég varaði þig við því að flýta þér að verða gömul!