Þá er herra Huginn búinn að vera í heilar þrjár vikur á leikskóla!!!
aðlögunin gekk bara ágætlega, maður þurfti svoldið mikið að passa mömmu sína og var mikið grátið þegar hún fór frá.
í annari vikunni var líka grátið og ríghaldið í hálsinn á mömmu þegar hún ætlaði að fara og sama sagan var líka fyrstu tvo dagana í þriðjuvikunni, hann var samt alltaf rosa fljótur að jafna sig og kátur og glaður í leikskólanum yfir daginn. svo gerðist það í gær að hann byrjaði aðeins að væla en þá sagði ég "segðu bæbæ við mömmu" og gaurinn vinkaði sagði bæ og fór að leika!!!
í morgunn þá hljóp hann inn á deild, vinkaði mér afturábak ánþess að líta á mig "bæbæbæmammbæ" og beinustuleið í fangið á fóstrunni og bað hana að taka sig upp.
þó það sé mikið betra að fara frá honum svona kátum heldur en að það þurfi að rífa hann grátandi af mér, þá er samt svona smá "á hann ekkert eftir að sakna mín?" og "er honum bara alveg sama núna þó ég fari?" Svona getur maður verið skrítinn
Thursday, June 12, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Að sjálfsögðu á litli njálgurinn eftir að sakna þin :)
en ég meina þetta er bara það sem þú vildir.. skilja hann eftir þarna hjá þessum fóstrum, hehe
HAHAHAHA þú ert sko ekki ein um þessar tilfinningar :P
En gott al hann er farinn að njóta sín meira, þau skemmta sér svo vel með öllum krökkunum :D
Þú ert svo mikið krút!!!! :-) Vertu bara glöð að hann hleypti ekki á næsta stelpu og sagði "how you doin'?"
heyrðu hann var víst að kissa allar stelpurnar inni á deild um daginn, þannig að ég held það sé ekki langt í það
Post a Comment