Saturday, October 4, 2008

Erfitt að vera bjartsýnn núna

já það er víst frekar erfitt að vera bjartsýnn á svona tímum, það er ekki einusini hægt að kaupa gjaldeyri lengur í íslenkum bönkum vegna þess að enginn erlendur banki vill snerta við íslensku krónunni....tími kominn á evru anyboy?

Ég heyrði því fleygt áðan að í mörgum erlendum löndum væri ekki lengur hægt að versla með íslensk kort!! ég vona að mamma og pabbi hafi það gott úti á spáni, spurning hvort þau geti notað kortin sín þar, spurning hvort þau hafi geð á því svona í ljósi þess að evran er 156 krónur

ætli við sjáum ekki fljótlega fram á hópferðir spánverja til Íslands til að kaupa ódýrann bjór?

Í gær fór Dóri í bankann og tók 650 þúsund krónur sem við höfðum safnað upp í lóðarkaup og setti í höfuðstólinn á íbúðarláninu okkar, það er víst ekki séns að við séum að fara að byggja núna þar sem allt efni hefur hækkað um rúmlega 50% frá því við fórum fyrst að ræða húsbyggingu.

en maður verður víst að reyna að vera jákvæður, jólin á næsta leiti og svona...það er allavega farið að snjóa!!!

3 comments:

Ásrún said...

Ömurlegt að heyra með lóðarkaups peninginn ykkar *knús*

En já maður verður víst bara að bíða og sitja þetta 'fárviðri' af sér.. lítið annað hægt að gera býst ég við.
Væri örugglega ekki vitlaus hugmynd að taka upp evru, en er nokkuð séns á því án þess að ganga í evrópusambandið?

Anonymous said...

Hæ Hæ Allt fínt að frétta af okkur ekki farinn að nota hraðbanka enn.
Bjórinn kostar ekki nema 1 € stór á bar við hlið hótelsins þannig að hér er fínnt að vera í kreppu
Ástar kvedja til allra M og P

sam said...

jæja, þar sem evran er að mjaka sér upp í 190 þá er nottlega snilld að fá bjórinn á góðum díl.

svo er spurning hvort bankarnir opni nokkuð á morgun.....ætli hraðbankar virki þegar allir bankar eru lokaðir?