jæja þá hefst lokaprófið mitt í Sintax and argument structure eftir nákvæmlega þrjá klukkutíma. úff. Ég er búin að læra alveg slatta undir þetta og þetta er ekki svona venjulegt próf, við fengum sex ritgerðarspurningar heim, af þeim munu koma fjórar á prófinu og við þurfum að svara tveim. Þannig að ég er búin að rembast við að undirbúa fjórar spurningar svo tvær þeirra komi pottþétt á prófinu og finst ég skilja þetta ágætlega. Vandamálið er hinsvegar það að það eru svo ofboðslega mikið af flóknum orðum og orðasamböndum sem ég verð að muna fyrir þetta bévítans próf að ég er ekki viss um að þetta haldist í hausnum á mér svona þegar það má ekki hafa með sér nein gögn í prófið.
uss, verð bara að vona að ég muni nógu mikið til að allavega ná, í fyrsta skipti í háskólagöngu minni þá er það það eina sem skiptir mig máli núna, bara ná helv prófinu...ekki einhver svaka einkunn.
allavega, wish me luck
Thursday, December 13, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Me be wishing, me be wishing...
Annars er ég nú nokkuð viss um að þú munir ná þessu með glans ;)
Post a Comment