Ég er búin að vera að velta því fyrir mér núna í þónokkurn tíma að færa mig frá Blogcentral, svo núna í kvöld þá var serverin bara bilaður svo ég ákvað bara að slá til og breita aðeins um stíl, kominn tími til held ég enda flest allir búnir að færa sig frá centralinu.
Lítið annars að frétta núna, skelltum okkur upp í borgó í dag og það var bara rosa gaman fórum í sund og þar var karfa og litlir boltar og það er sko ekki hægt að segja að genin hafi ekki sagt til sín, hann vissi sko alveg hvað hann átti að gera við boltann og tróð aftur og aftur og aftur...ekkert smá stuð.
Svo fékk Loki auðvitað að fara með okkur, held það sé alveg hægt að segja að móðurástin sé ekki alveg að fara með hana Pílu, hann mátti helst ekki koma nálagt henni þá var mín farin að urra og glefsa til hans (enda um að gera að siða þessa krakka til).
Núna eru ég og Púki bara að bíða þangað til hann getur farið að kúra því hann er alveg uppgefinn eftir daginn, sund og vöfflur og bara allt saman.
Allavega, held ég haldi mig við þetta blogg núna í framtíðinni þannig að þið updatið kanski linkana ykkar, ef þið linkið á mig á annað borð.
Góða nótt esskurnar
Sunday, November 4, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Til lukku með nýja bloggið, vonum að það reynist vel =)
hér áður fyrr var ég alltaf fyrst til að færa mig milli blogga... man þegar ég fór af folk.is yfir á centralið... sjáum til hversu lengi ég endist þar til viðbótar =P
breyti linknum á þig...gerðu það sama við mig vúhúúú
Væri gaman að sjá meira scrapp frá þér gella! Rosa flott það sem er á síðunni hjá litla gaur;)
Annars til lukku með nýju síðuna!!!
Takk fyrir það ;) Það bætist smám saman af skrapp myndum inn í það albúm á síðunni hjá púka.
(svo hefði ég nú ekkert á móti því að sjá myndir frá þér skvís ;) )
Post a Comment