Thursday, November 15, 2007

looking dashing

Ég og púki rúntuðum upp í Borgó í gær til að fríska aðeins upp á okkur, hann var kominn með þennan myndarlega Tinna lokk bein ofaná hvirfilinn sem vildi þó nokkuð taka upp á því að breita sér í krullu, og þar sem gaurinn er glærhærður þá virtist hann vera nærri sköllóttur með eina litla krullu....rosa sætt, en fór alveg með karlmenskuna í pabbanum ;) þannig að krullan fékk að fjúka og skartar gaurinn þessari líka myndarlegu herra klyppingu núna.

og ekki er mamman síðri (reyndar ekki með herraklyppingu) en fékk nokkrar strípur í hárið og lit á brýrnar þannig að maður er víst ekki lengur eins og hrá pönnukaka í framan.

Svo fengum við auðvitað að borða, alltaf góður matur í sveitinni, en sérstaklega góður í gær (pabbi þú gleymdir að sýna mér dolluna með karrýinu, verð bara að fá niðurritaða uppskrift á þessu).

En að allt öðrum málum, ég er alveg klár á því að ég gæti aldrei nokkurtíman starfað sem dagmamma. Ekki nóg með það að maður er með fimm stykki krakka sem eru ekki einusinni farin að tala og eiga þar af leiðandi töluvert erfitt með að tjá sig heldur en annars, þá er málið oftast þannig að ef eitt verður veikt þá vilja hin oft fylgja. Þannig var það í dag þegar ég kom til að sækja engilinn minn, af þessum fimm börnum sem eru í pössun hjá henni þá voru fjögur með niðurgang...manni bara sortnaði fyrir augum, grey manneskjan búin að standa í bleyjuskiptingum allan daginn og búin að fá að njóta þessa líka svakalega góða ilms....I rest my case....dagmamma verð ég aldrei.

3 comments:

Ásrún said...

já alveg týpískt að missa af hvor annarri, en upp á móti að þá var gegt gaman á dimmó æfingunni :P

og já þessi kínverski kjúlla réttur hans pabba er bara snilld, and I know how to make it *stolt*

Anonymous said...

Hæhæ, rakst á síðuna þína á netflakki mínu:P
Gaman að fá fréttir af þér og stráknum, svo bara komin með nýjann hund sé ég :D til lukku með það!
Gangi þér svo vel í skólanum ;)

Kv. Magga sóló (magga backmann) hehe

Anonymous said...

hey gaman að fá kommet frá þér, jájá eins og maðurinn sagði "life is a series of dogs"

kíki kanski á ykkur í sólarfilmu með vorinu, sé hvernig Helgi englabros er að standa sig ;)