Sunday, November 25, 2007

Furminator

já ég ætla að breita síðunni minni í hálfgerða auglýsingar síðu núna í þessari færslu.

Þeir sem þekkja mig vita væntanlega að ég á sjaldan færri en tvö dýr og akkúrat núna eru það þrír loðboltar sem búa hjá mér (fjórir ef þú telur Dóra með ;) )

Allavega, þá fann ég snilldar tæki núna í haust sem heitir Furminator, þetta er svona bursti sem tekur öll lausu hárin af dýrinu en rífir hvorki né tætir hárin sem eru föst.

Ég bursta Mikka loðbolta reglulega með þessu og ég sver það að það kemur annar köttur út honum





hérna er þetta fína tæki og brúskurinn sem ég rakaði úr honum um daginn.

Allavega þá vildi ég bara aðeins auglýsa þessa snilldar vöru ef ske kynni að það væru aðrir gæludýraeigendur sem læsu síðuna mína *hóst*Lísa*hóst* sem ættu í hárfari vandræðum með dýrin sín ;)

Allavega þá hef ég komið þessu á framfæri og ætla að fara að skipta á einni all svakalegri kúkableyju

No comments: