Friday, December 21, 2007

Hlakka til næstu jóla

já...ég verð að viðurkenna það að þó svo 24. des 2007 sé ekki runnin upp, þá hlakka ég strax til næstu jóla s.s. 2008

Ég er svo mikið jólabarn og finst ekkert skemtilegra heldur en að njóta aðventunnar, föndra kort, spá mikið í og kaupa/föndra gjafir, horfa á jólamyndir (White Christmas, Nightmare before chirstmas, Christmas Vacation og svo auðvitað Die hard 1) ég vil skreyta og dunda mér í friði frá öllu stressi.

Hinsvegar hefur það enganvegin verið málið fyrir þessi jól...próf (aðallega ritgerðar) stressið algerlega að fara með mig, Shakespeare prófið var í dag og maður mætti halda að 21. des þá væri maður búinn með stressið og gæti slappað af, nei ekki aldeilis, núna þarf ég að setja á full speed með þessa blessuðu ritgerð og koma henni frá mér fyrir 4.jan...verð í fríi á aðfangadag og vonandi á gamlársdag...annars verð ég bara í full time vinnu yfir hátíðarnar. Svona finst mér ekki gaman að eyða jólunum mínum og þessvegna er ég farin að sjá jólin á næsta ári í hyllingum...ég meira að segja missi eiginlega af afmælinu hans Dóra sem er á morgun..ætluðum í leikhús og flott út að borða en við verðum á gríns að fresta afmælinu hans þangað til í janúar (húrra gaman)

En allavega...sjálfsvorkunin á pásu í bili, óska öllum gleði og stressleysi um jólin...hafið það sem allra best og munið að kanski hugsa pínu til mín þar sem ég verð með skrifkrampa milli jóla og nýárs...Elska ykkur öll...Gleðileg jól

1 comment:

Ásrún said...

já gleðileg jól og ég verð að játa að mig hlakkar líka til næstu jóla... ætliði annars ekki að vera nirri í Borgó þá?
Annars var mjög gaman að fá ykkur í heimsókn á jóladag :)

og bara takk fyrir mig ;)