Jú það gera tengdaforeldrar mínir, þau eru forfallnir hjólagarpar og fjallaklifrarar og eru núna í þessum skrifuðu orðum búin að vera í rúmar tvær vikur í Kambódíu að hjóla!! í fyrra (eða var það hitteðfyrra?) fóru þau til Afríku og klöngruðust upp á Kilimanjaro, síðan fór Siggi og hjólaði aðeins um Taíland og Rannsý kom svo og hitti hann einni eða tveimur vikum seinna og þau fóru saman á matreiðslunámskeið í Taílandi, ég meina, hvar er annars betri staður til að læra Taij cooking?
En allavega, ég var að fá þær fréttir núna í kvöld að það hafi verið gerð tilraun til að ræna þau!!! það komu víst tveir gaurar á vespum og gripu í töskuna hjá Rannsý, hún var nú ekkert á þeim buxunum að gefa eftir töskuna, enda fullt af dóti í henni, þannig að hún ríghélt í hana með þeim afleiðingum að hún skall í jörðina (tengdó ekki taskan) og meiddist víst eithvað aðeins. Þá varð Siggi alveg brjálaður og henti pípunni sinni í hinn vélhjóla ræningjann (veit ekki alveg úr hverskonar ofurefni pípan hans var) en hún virðist hafa vrkað til að bola ræningjunum í burtu. (ætli við verðum ekki að gefa honum nýja pípu í jólagjöf, einhverskonar messing pípu sem gagnast jafvel betur í baráttunni við glæpi.
Ég allavega vona að þau nái að hjóla restina af ferðalaginu slysa laust, og komist heim ekki mikið verr farin en nokkrar hassperrur (harðsperrur?)
Monday, November 5, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
haha já þau lenda greinilega í ævíntýrum þessi tvö.
Vonum að þau skili sér heim heim á húfi eftir hjólatúrinn.
- og já persónulega hefði ég sko ekkert á móti því að fara til taílands að læra tajh cooking
love the blog darling... það er svo rosa flott... það vantar bara scrapbooking myndir út um allt!!! P.S. Hvar er besta ísbúð í heimi???
you need to ask? Hafnarfjörður ofcourse...ummmm oreo's bragðarefur........
Hvenar ætlum við aftur í bíó :D
þetta var sko ég
Post a Comment