Thursday, November 8, 2007

Ég á lítinn morgunn hana

já hressleikinn er kasnki ekki alveg að fara með mann þessa dagana, af einhverjum ástæðum hefur ástkær sonum minn allt í einu ákveðið að það sé nú bara í rauninni alger leti að sofa til 7 hvað þá 7:30, nei nei 6 skal það vera.

Þannig að við náum í hann inn til sín og dröslum honum upp í okkar rúm rétt um kl 6 á mornanna og vonumst til að hann láti gabbast af hlýju mömmu og pabba bóli og taki sé smá kríu...nei nei, þá er minn alveg eld hress hoppar og skoppar útum allt rúm svo maður á fullt í fangi með að halda í hann svo hann skoppi sér ekki framúr.

Það vinsælasta í dag er að setja haldfangið á duddunni í munninn og reyna svo að koma duddunni sjálfri upp í mömmu og pabba, leikur sem krefst nákvæmni, aðeins meiri en 13 mánaða gutti býr yfir þannig að duddan endar oftar en ekki í augum, nefi eða jafnvel eyrum þreyttra foreldra.

Svo dröslast maður loksins framúr og þá eru þeir félagarnir Huginn og Loki alveg í essinu sínu, skottast útum allt og leika og Huginn er oft helst til gjafmildur á kexið sitt sem hann fær oftast á morgnanna og þeir deila því bróðurlega á milli sín þeir félagarnir og svo er mömmu oft boðið með (ef það eru einhverjir afgangar).

Það er því úfin og mygluð mamma sem skutlar eitur hressa púkanum sínum í pössun þessa dagana, maður er einhvernveginn ekki í stuði til að hafa sig mikið til þegar maður lekur frammúr kl 6.

En það er sko meira en þess virði því þessi gutti er sko bestastur í öllum heiminum og algerlega sætari en allt

1 comment:

Anonymous said...

haha lítill morgun hani sem syngur gúgglí gúgglí :P
Það er nú meira stuðið á ykkur