Tuesday, December 4, 2007

Bögg

verður maður ekki að nota þetta blogg til að böggast aðeins?
mig langar bara til að vita hvað málið er með fólk sem virkilega ætlast til þess að öll kristinfræði/trúabragðafræði og hlutir eins og litlu jólin séu lögð af í leik og grunnskólum?

veit þetta fólk ekki að ísland er kristið land, eða hefur aðskilnaður ríkis og kirkju kanski bara farið framhjá mér?

Ég veit það allavega að ef ég gerðist einhvertíman svo kræf að flytjast eithvert þar sem er múhammeðstrú þá efast ég stórlega um að ég ætlist til þess að ekki sé kennt neitt um trúna í skólum og að ég neiti að fara eftir siðum sem skapast hafa í því þjólfélagi í kringum þá trú.

Ég meina eigum við ekki bara að leggja af jólin og páskana, svo ekki sé talað um hvítasunnuna.

Ég er allavega alveg á því að þegar Huginn byrjar í grunnskóla þá vil ég ekki að litlu jólin hans og allt sem þeim tilheyrir verði lögð af vegna þess að hinn sex ára Achmed sem er með honum í bekk trúir ekki á guð og Jesú!! Í alvöru, fólk verður bara að gera sér grein fyrir þessu þegar það ákveður að flytjast hingað og gera sér grein fyrir því að vissar hefðir skapast alltaf í kringum þá trú sem staðfest er í hverju landi.....hættið að væla

5 comments:

Anonymous said...

Ég veit reyndar ekki til þess að þessi gagnrýni á trúar"aðhald" í skólum sé frá innflytjendum. Miklu frekar eru það Íslendingum eins og ég, sem eru ekki vissir hvort þeir vilji að einhverjum trúarbrögðum frekar en öðrum sé haldið að börnunum þeirra.
Ég hef samt mjög gaman af jólunum og ætla að njóta þeirra með minni fjölskyldu eins og alltaf, bara ekki á trúarlegum grundvelli. Kannski gerir það mig að hræsnara, mér er alveg sama :D

Anonymous said...

Sleppum jólunum, páskunum, hvítasunnuni, bleikum litum, bláum litum, kk og kvk. Við verðum nú auðvitað að passa að engu sé troðið upp á börnin okkar. Mér finnst nú bara ótrúlegt að það skuli vera til svona mikið af fólki með mismunandi skoðanir og trú í dag miðað við að á okkar uppeldisárum var þetta allt "troðið" upp á okkur, ótrúlegt bara......pifff:)

Anonymous said...

Hjartanlega sammála þér Sigga mín

Ásrún said...

Mér fyndist það rosalega sorglegt ef litlu jólin og allt föndrið og dúllið sem viðkemur jólaundirbúningi í grunnskólum og leikskólum landsins yrði lagt af.

Og já Ísland er kristið land og allt gott og blessað með það en mér finnst samt að það ætti að vera almenn trúarbragðafræðsla í grunnskólunum, ekki bara kristinnfræði... lofa börnum að fá smjörþefinn af hinum trúarbrögðunum

sam said...

auðvitað á að vera almenn trúarbragðarfræði, enda man ég ekki betur en svo að ég hafi farið í trúarbragðar fræði þegar ég var í áttunda bekk, sama ár og ég fermdist.

Mér finst bara um að gera að krakkar fái að kynnast trúarbrögðum í kringum sig, þau fá væntanlega kenslu og upplýsingar um "sína" trú heima hjá sér og svo væri best að fá meiri upplýsingar í grunnskóla.

En við erum ennþá kristin og eigum þessvegna auðvitað að halda í okkar litlu jól, jólaböll, páskafrí, páskaföndur og allt sem tilheyrir þessum hátíðum og mér finst allt í lagi að börnin læri í skóla hversvegna þessar hátíðir eru haldnar