Já það er vill sko vera heldur betru líf og fjör í Erilborg.
Í gærkvöldi þá vorum ég og Huginn ein heima (Dóri fór að skutla Evítu vinkonu hennar Anítu *hehe* heim til sín, og Aníta fór með).
Á meðan ætlaði myndarlega húsmóðirin að elda kvöldmatinn sem voru kjúklinga vængir. Svo var maður kominn með hendurnar á kaf í kjúkling þegar einka sonurinn teygir sig upp á borð og nær í djúsfernu sem hann hafði verið að drekka úr fyr um daginn...hann lætur svo neitanir mömmu sem vind um eyru þjóta og kreystir safann eins fast og hann getur...sem varð þar afleiðandi að þessum líka fína safa gosbrunni.
jæja, það er hvort sem er allt orðið blautt þannig að það er best að krydda kjúllan bara áður en ég fer í það að þurrka upp þennan safa, þá opna ég eldhússkápinn og í því ræðst á mig kassi af Weetos (sykurminnsta súkkulaði morgunkornið) og það er Weetos útum allt gólf....Mæta ekki báðir gaurarnir (Huginn og Loki) eins og hungraðir úlfar og standa á beit í korninu á meðan ég þvæ mér um hendurnar eins og ég eigi lífið að leysa. dríf mig svo inn í eldhús og tek upp allt Weetosið...bjóst nú hálfpartin við því að þeir myndur báðir tveir bíta mig meðan ég var að ná þessu upp, slíkur var ákafinn.
Svo þegar ég er búin að gera það hreint þá held ég áfram með blessaðan kjúklingin, er aftur passlega orðin útúr kjúlluð þegar ég fatta að ég gleimdi helv.. safanum á gólfinu, í því tekur Huginn safann upp, heldur honum yfir höfðinu á sér og kreystir.....ummm, djús sturta.
nammm Weetos
3 comments:
Alltaf nóg að gerast hjá þér Sigga mín með gríslinginn þinn;)
já það er það....hver er þetta samt?
haha, greinilega stuð á þeim 'bræðrum'
myndirnar snilld ^^
Post a Comment