já ég hef tekið mér góða bloggpásu núna....ekkert verið skrifað hér inn síðan kreppan byrjaði. það er bara svona þegar maður er í tölvunni allan dagin í vinnunni og er kominn á Facebook þá er maður ekki alveg klár á hvað maður hefur svo sem að segja hér á blogginu.
Hjá okkur er allt í góðu, við höldum enn okkar vinnum og erum ekki í fjárhags vandræðum þó svo að okkar stærstu plön séu komin á "on hold" status um óákveðinn tíma. Lífið gengur sinn vana gang og maður reynir að finna tíma til að vera til jafnframt því að mæta í vinnu.
Þá hef ég reynt að fara svolítið á hestbak en kvef....fyrst hjá merinni og svo hjá mér, hefur aðeins sett strik í þann reikning.
annars er bara ekki mikið til að segja, ég, Erna og Linda förum í skrappferð, einskonar orlof húsmæðra, fyrstu helgina í febrúar og ætlum við að njóta okkar algerlega í botn....enda hlakka ég ekkert lítið til og veit að það sama er uppi á teningnum með hinar gellurnar, það sem myndi gera ferðina enn betri er ef að Svanhvít og Elín gætu komið með, en þær verða bara með í anda.
allavega, þangað til næst.....hvenar svo sem það veðrur
Thursday, January 22, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
..en blogga þó.
Gott að kvefið hjá þér er aðeins farið að lagast og aldrei að vita nema við getum kíkt á bak um helgina ;)
ég verð með ykkur í anda:)
kveðja Svanhvít
Post a Comment